Miðvikudagur 8. maí, 2024
2.8 C
Reykjavik

Magnús elskar BDSM: „Þú lækn­ar ekki sam­kyn­hneigð né BDSM hneigð – Þetta snýst um sjálfs­ást“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Magnús Há­kon­ar­son er fyrr­ver­andi formaður BDSM samtakanna á Íslandi. Sem ung­ur maður upp­götvaði hann áhuga sinn á bindingum í kyn­lífi. Hann telur bind­ing­ar vera sterka BDSM hneigð.

Magnús, sem hef­ur verið viðloðinn BDSM á Íslandi síðastliðin aldarfjórðung, var gest­ur í hlaðvarpsþætt­in­um Þvotta­hús­inu:
„BDSM er skamm­stöf­u; stend­ur fyr­ir bind­ing­ar, drottn­un og und­ir­gefni og sa­dóma­sók­isma,” seg­ir hann og bætir við að saga BDSM sé ekki eldri en sirka 80 til 90 ára; en að kvik­mynd­in The Wild One með Marlon Brandon frá ár­inu 1953 hafi lagt lín­urn­ar hvað varðar svart leður; helsta einkenni BDSM:
„Tísk­an eða hefðin í kring­um BDSM er óskap­lega menn­ing­ar­bund­in: Leðrið í vest­rænum heimi er tengt valdi; það var bara ríka fólkið og valdið sem hafði efni á leðri,“ seg­ir hann.
Magnús seg­ir að BDSM gangi ekki út á að meiða stjórnlaust annað fólk; seg­ir BDSM ganga út á traust og kærleika, sem sé grunn­ur í tengsl­unum sem eiga sér stað í BDSM.
Alveg sama hvort verið sé að flengja, binda, klípa eða klóra, þá snýst þetta um að þekkja sjálf­an sig; sitt ferli og ít­ar­leg­an und­ir­bún­ing sem felst í sam­skipt­um byggðum á heiðarleika.
„Lyk­il­atriðið í BDSM er að ef þú ætl­ar að gera þetta vel og líða vel með það, þá þarftu að vinna mikið í sjálf­um þér.“
Magnús bætir við að BDSM snú­ist um sjálfs­ást: Seg­ir fjölbreyttar ástæður fyr­ir því að fólk vill stunda BDSM.
„Það er hægt að fara út í BDSM á kolröng­um for­send­um; sem dæmi má nefna þessa teng­ingu við sjálfsskaða og mörk­in geta verið óskýr, en eru það í raun ekki.“
Magnús vill meina að BDSM sé afar víðfeðmt hug­tak; rúm­i óheyri­lega mikið, svo lengi sem grunn­ur­inn er eðlilegur og réttur; nefn­ir í því sam­hengi frá­sögn af er­lendu pari sem fóru í svo­kallaðan „Dexter­leik.“
Þar var sett á svið skipu­lagt morð þar sem einn aðil­inn lék morðingja í plast­lögðu rými á meðan hinn lék fórn­ar­lambið og var raun­veru­lega skorið á háls án þess þó að skorið væri í æðar.
BDSM sam­tök­in eru hags­mun­araðili sam­tak­ana 78 og hafa verið það í fimm ár.
„BDSM-ið er klár­lega á hinseg­in róf­inu. Fólk sem er BDSM hneigt er öðru­vísi, þú lækn­ar ekki sam­kyn­hneigð, þú lækn­ar ekki BDSM hneigð, þetta er bara part­ur af þér. Marg­ir bera skömm í kring­um þetta, það eru fordómar í kring­um þetta,” seg­ir Magnús spurður af hverju hon­um finn­ist BDSM eiga heima í sam­tök­unum 78.
Hlusta má á viðtalið í fullri lengd í hlaðvarpinu Þvotta­húsið á vef mbl.is og einnig horfa á hann á vefsíðunni vinsælu, YouTu­be.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -