Fimmtudagur 2. maí, 2024
8.1 C
Reykjavik

María Guðmundsdóttir leikkona látin: „Ég fór ekki að spila bridds eða golf, ég fór að leika“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

María Guðmundsdóttir, leikkona og hjúkrunarfræðingur er látin. Hún lést á Landspítalanum í gærmorgun.

María fæddist þann 9. nóvember árið 1935 og varð því 86 ára í síðasta mánuði. Hún var atorkusöm leikkona og mikils metin. Hún lék í hinum ýmsu uppfærslum á fjölum leikhúsanna, í bíómyndum og sjónvarpsþáttum.

Hún þótti sérlega fær gamanleikkona, enda hafði hún gott skopskyn. Hún lék til að mynda eftirminnilega í skemmtiþáttunum Konfekt á sínum tíma, sem sýndir voru á Skjá einum. Hún kom sömuleiðis mikið fyrir í þáttum Steinþórs Hróars Steinþórssonar, Steindanum okkar, sem voru á dagskrá Stöðvar tvö.

María lék í bíómyndum á borð við Perlur og svín, Ungfrúin góða og húsið og Stella í framboði. Auk ofangreindra sjónvarpsþátta kom hún meðal annars fram í Fóstbræðrum, Næturvaktinni, Ghetto betur og Steypustöðinni.

Steinþór Hróar, eða Steindi Jr., sagði á sínum tíma að hann vildi helst ekki gera neitt nema að hafa Maríu með í verkefninu. Hún væri leynivopnið.

María hóf leikferil sinn hjá leikfélagi Mosellsbæjar þegar hún var um sextugt, árið 1994. Fram að því hafði hún starfað sem hjúkrunarfræðingur. Hjá leikfélaginu lék hún til að mynda í leikritinu Stálblómi árið 1998, sem byggt var á kvikmyndinni Steel Magnolias.

- Auglýsing -

„Svo hefur þetta rúllað. Ég hef verið í bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Og nú er ég komin á eftirlaun og hef því nægan tíma. Ég fór ekki að spila bridds eða golf, ég fór að leika,“ sagði María í viðtali við Fréttablaðið árið 2011.

María lætur eftir sig dóttur, barnabörn, stjúpbörn og fjölskyldu. Útför hennar verður auglýst síðar.

Mannlíf vottar aðstandendum Maríu samúð.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -