Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.4 C
Reykjavik

Órói í Sjálfstæðisflokknum: „Við gætum séð stjórnina springa“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Margir Sjálfstæðismenn eru komnir með nóg af stjórnarsamstarfinu og telja einhverjir að stjórnin muni fljótlega springa.

Eins og greint hefur verið frá undanfarna daga er mikill órói í Sjálfstæðisflokknum gagnvart stjórnarsamstarfi þeirra. Flokkurinn er í frjálsu falli og þekktir menn úr flokknum keppast við að leita útskýringa og hafa margir kennt stjórnarsamstarfi flokksins við Vinstri-Græna og Framsóknarflokkinn um. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að það sé mjög óvenjulegt hjá slíkum hópi Sjálfstæðismanna að tala opinberlega með þessum hætti.

„Núna er hins vegar hópur sem virðist hóta stjórnarslitum af hugmyndafræðilegum ástæðum. Það er í rauninni nýtt vegna þess að ef Sjálfstæðisflokkurinn ákvæði að slíta stjórnarsamstarfinu þá væri það einsdæmi í sögu flokksins því þó að margar stjórnir sem flokkurinn hefur setið í hafi sprungið á lýðveldistímanum hefur það aldrei verið að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Ólafur í viðtali við RÚV um málið.

„Það vekur líka athygli mína að í hópi þessara gagnrýnenda ríkisstjórnarinnar innan Sjálfstæðisflokksins hef ég ekki heyrt í neinni konu sem hefur viðrað þessar áhyggjur.“

„Það að við sjáum óróa af þessu tagi og að töluverður hópur flokksmanna, meira að segja þingflokksformaðurinn, er svona gagnrýninn á þetta stjórnarsamstarf, það gæti bent til þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé kannski að breytast eins og reyndar flest annað í íslenskri pólitík eftir hrun,“ sagði Ólafur.

„Við gætum séð stjórnina springa en ég held að líkurnar á því séu enn minni heldur en meiri,“ sagði Ólafur um hvort að hann haldi að stjórnin muni springa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -