Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Segir nálgun stjórnvalda vera „undarlega“ þar sem fókus er settur á fyrirtæki frekar en fólk

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir nálgun stjórnvalda í kringum mótun aðgerðapakka vegna efnahagsáhrifa kórónuveirufaraldursins vera „dálítið undarlega“. Að hans mati eru fyrirtækin sett í fyrsta sæti og fólkið í landinu í annað sæti.

Hann undrar sig á að ríkisstjórnin hafi núna kynnt tvo aðgerðapakka og tilkynnt að fleiri pakkar séu á leiðinni. Björn skrifar um málið í pistil sem birtist í Morgunblaðinu. Hann hefði viljað sjá stjórnvöld taka stærri skref.

„Að koma með smá lagfæringar hér og þar er skiljanleg nálgun en þegar óvissan er mikil
þá viltu og þarftu að stíga stór skref í upphafi. Skref sem enn á eftir að taka,“ skrifar hann.

Að mati Björns hefðu aðgerðapakkarnir átt að snúast meira um hag fólksins í landinu. Hann segist hafa fengið skilaboð frá fólki þar sem það lýsir þeirra aðstæðum og hvernig það passar ekki inn í sértæk úrræði stjórnvalda.

„Skilaboð sem eru smekkfull af óvissu. Fólk sem veit ekki í hvaða úrræði það á að leita eða útskýrir hvernig það passar ekki í neitt af úrræðunum,“ skrifar hann.

„Ég hef kallað eftir því að fyrst sé hugsað um lausnir fyrir fólk, en pakkar stjórnvalda virðast frekar einbeita sér að fyrirtækjum. Það þýðir ekki að stjórnvöld setji ekki fólk í forgang, þau setja bara fyrirtæki framar. Lausnir þeirra fyrir fólk eru fyrst í gegnum fyrirtæki en ekki öfugt. Von stjórnvalda virðist vera að við komum úr kófinu og getum bara haldið áfram þar sem frá var horfið. Það er bjartsýnasta íhaldssemi
sem ég hef séð,“ skrifar Björn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -