Fimmtudagur 30. nóvember, 2023
1.1 C
Reykjavik

Sama þó hann líti út eins og kjáni: „Ég myndi frek­ar vilja kalla eft­ir rým­ingu oft­ar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorvaldur eldfjallafræðingur er sama um álit annarra.

Þor­vald­ur Þórðar­son, pró­fess­or í eld­fjalla-og berg­fræði við Há­skóla Íslands, telur að það séu um það bil 60% líkur á eldgosi á næstunni. Fólk á Grindavíkursvæðinu er óttaslegið vegna eldgosahættu og Bláa lóninu hefur nú verið lokað, tímabundið, meðan málin skýrast á næstu dögum. Í nótt reið yfir jarðskjálfti sem mældist 5 á ritcher og þrír aðrir sem mældust yfir 4.

„Ef ég tek lík­urn­ar, sem er hrein og bein ágisk­un, þá held ég að það lík­urn­ar á að það gjósi fljót­lega séu 60/​40. Við get­um því miður ekki sagt ná­kvæm­lega til um stöðuna en ef við ætl­um að reyna að vernda þá innviði sem eru þarna þá verðum við að fara út í varn­araðgerðir núna,“ sagði Þor­vald­ur í samtali við mbl.is um málið og telur að fólk eigi að vera undirbúið til að yfirgefa svæðið.

 „Svart­asta mynd­in er alls ekki sú lík­leg­asta en hún er enn þá inni í mynd­inni og þá verðum við að gera ráð fyr­ir því í öll­um okk­ar aðgerðum og viðbrögðum. Ég myndi frek­ar vilja kalla eft­ir rým­ingu oft­ar og líta út eins og kjáni í fjöl­miðlum held­ur en að vera með manns­líf und­ir.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -