Segir algengt að afgreiðslufólki sé sýndur dónaskapur: „Starfsfólk í verslun er í hópi þeirra sem halda samfélaginu gangandi“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hvetur fólk til að sýna afgreiðslufólki í verslunum kurteisi. Ragnar segir frá því í færslu á Facebook að nokkuð hafi borið á því að starfsfólki verslana sé sýndur dónaskapur.

„VR hefur borist töluvert af kvörtunum þess efnis. Það er mikilvægt að fólk hafi í huga að allir eru að gera sitt besta í að halda samfélaginu gangandi,“ skrifar Ragnar.

Ragnar segir margt fólk finna fyrir áhyggjum og þreytu vegna ástandsins sem upp er komið vegna útbreiðslu COVID-10 en hann biður fólk um að koma vel fram við það fólk sem stendur vaktina í verslunum landsins. „En við megum ekki undir nokkrum kringumstæðum láta það bitna á framlínufólki í verslunum sem leggur heilsu sína undir í að sjá okkur fyrir nauðsynjavörum og annarri þjónustu sem við teljum sjálfsagða á tímum sem þessum,“ skrifar Ragnar.

Hann bætir við:„Starfsfólk í verslun er í hópi þeirra sem halda samfélaginu gangandi.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira

Ballarin á leynifundi með Ármanni

Orðrómur Ein stærsta ráðgátan eftir útboð Icelandair er höfnunin á tilboði athafnakonunnar Michael Roosevelt Ballarin sem hermt er...