Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Sonja segir sögu sína af stúlknaheimilinu: „Ég er búin að vera hrædd síðan ég var á Bjargi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég er dauðhrædd. Ég er búin að vera hrædd síðan ég var á Bjargi.“

Þetta segir Sonja Ingvadóttir, en hún er ein þeirra stúlkna sem vistaðar voru á stúlknaheimilinu Bjargi á sjöunda áratugnum. Hún var send á Bjarg árið 1965, þegar hún var rúmlega 14 ára gömul, og var vistuð þar í tvö ár. Á Bjargi dvöldu 20 stúlkur á meðan heimilið var starfrækt.

Sonja var ein þeirra sem fengu í gegn að heimilinu var lokað á sínum tíma, árið 1967, vegna ofbeldis og illrar meðferðar sem hún segir þar hafa viðgengist, líkt og margar konur sem dvöldu þar hafa áður lýst. Hún kærði forsvarsmenn Bjargs, en hafði ekkert upp úr því –  að lokum var ekki talin ástæða til opinberrar málshöfðunar. Þær konur sem störfuðu á heimilinu fóru úr landi og ekkert var aðhafst frekar í málinu. Bjarg var eitt þeirra vistheimila sem ríkið greiddi síðar sanngirnisbætur vegna og þótti sennilegt að stúlkurnar sem þar voru vistaðar hefðu þurft að þola óforsvaranlega meðferð þeirra sem þar stjórnuðu og störfuðu.

Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, sem síðar varð fyrsta konan á Íslandi til þess að taka prestvígslu og varð hátt skrifuð í samfélaginu, vann á heimilinu allan starfstíma þess, en hefur ávallt neitað þeim ásökunum sem stúlkurnar sem dvöldu þar hafa sett fram.

Fjallað var um Bjarg í fjölmiðlum á sínum tíma eftir að upp komst um harðræðið þar, þegar heimilinu var lokað. Löngu síðar, þegar úttekt vistheimilanefndar kom til skjalanna, gerði DV yfirgripsmikla umfjöllun um Bjarg og önnur vistheimili þar sem börn voru sögð hafa sætt illri meðferð.

Sonja Ingvadóttir segir sögu sína opinberlega í fyrsta sinn í nýjasta tímariti Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -