Fimmtudagur 30. nóvember, 2023
1.1 C
Reykjavik

Sýn kaupir Já hf.: „Þetta eru spennandi tímamót“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sýn hf. hefur gengið frá kaupum á Já hf.

Sýn hefur gengið frá kaupum á Eignarhaldsfélaginu Njálu, sem er móðurfélag Já hf. Áður hafði Samkeppniseftirlitið heimilað kaup Sýnar á Eignarhaldsfélaginu Njálu ehf. og Já hf.  

Með afhendingu á Já, bætist við nýtt og öflugt vörumerki í hóp vefmiðla Sýnar sem  samanstendur af Vísi, Tal, Bland og Spara vildarappi. Þá verður með kaupunum til ný  tekjustoð í þjónustu við fyrirtæki og einstaklinga, meðal annars í kringum sýnileika og sölutorg. 

„Það er mikið ánægjuefni að hafa nú fengið félagið afhent og innan tíðar bætist Vilborg  Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Já, og allt hennar framúrskarandi starfsfólk við  mannauðinn hjá Sýn. Við bjóðum þau öll hjartanlega velkomin að taka þátt í þeirri  sóknarvegferð sem fyrirtækið er á,“ segir Páll Ásgrímsson, forstjóri Sýnar, af þessu tilefni. 

Vilborg Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri Já hlakkar til samstarfsins:  

„Þetta eru spennandi tímamót fyrir Já. Við hlökkum til samstarfsins og þess að nýta  styrkleika bæði Já og Sýnar til að efla enn frekar vöru- og þjónustuframboðið,  viðskiptavinum og notendum til hagsbóta.“ 

- Auglýsing -

 

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -