Sunnudagur 29. janúar, 2023
2.1 C
Reykjavik

Þórdís Elva fékk COVID-19: „Ég mun aldrei taka faðmlögum sem sjálfgefnum hlut aftur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir baráttukona og rithöfundur greinir frá því í færslu á Facebook að hún fékk COVID-19 kórónuveiruna, án þess að hafa hugmynd um það.

Þórdís Elva, eiginmaður hennar og börn komu til Íslands í síðustu viku, en fjölskyldan er búsett í Svíþjóð. Greinir Þórdís Elva frá því að þau hafi farið í mótefnamælingu í Svíþjóð.

„Niðurstöður Víðis voru neikvæðar, sem sannfærðu okkur um að ég hlyti að vera neikvæð líka. Það var tímabil í grámóskulegu félagsforðuninni í Stokkhólmi í vor sem við skötuhjúin urðum veik af því sem við óttuðumst að væri kóróna,“ segir Þórdís Eva.

„Ég vaknaði æpandi eina nóttina með beinverki sem voru eins og tannpína í leggjunum. Önnur einkenni voru hausverkur, þreyta, sviði í lungum og andþyngsli,“ segir Þórdís Elva og segir þau hjónin hafa einangrað sig heima og ekki deilt neinu um líðan þeirra, „til að valda ekki foreldrum okkar og börnum á Íslandi hugarangri.“

Á fimmtudag fengu þau svar úr seinni COVID mælingunni, sem sýndi þau ekki með virkt smit. Mótefnamæling Þórdísar Elvu var hins vegar jákvæð.

„Ég er búin að fá Covid19,“ tautaði ég og starði á símaskjáinn. „Hvernig getur það verið? spurði Víðir, hlessa.“ Við urðum veik samtímis, hvernig stendur á því að þú ert ein með mótefni en ekki ég?,“ segir Þórdís Elva, sem segist síðan hafa heyrt frá þó nokkrum sem voru með staðfest smit vegna COVID-19, en mælast ekki með mótefni í dag.

- Auglýsing -

„Fræðilega séð ættu þau að geta sýkst á ný, og jafnvel ég líka, en það veltur á hversu lengi mótefnið dugar. Núna segja sænsk yfirvöld að við sem erum með mótefni munum líklega ekki sýkjast aftur innan sex mánaða, lengri tíma þora þau ekki að spá fyrir um. Við vitum svo lítið um þessa veiru, enn sem komið er,“ segir Þórdís Elva.

„Það eina sem ég er handviss um að ég mun aldrei taka faðmlögum sem sjálfgefnum hlut aftur. Síst af öllu frá konunni sem gaf mér líf, ól mig upp í 20 ár og varði síðan sex mánuðum til viðbótar af ævi sinni í að bjarga lífi tvíburanna minna. Ekkert okkar veit hversu löngum tíma við fáum úthlutað í lífinu, svo það er best að segja fólkinu okkar hversu heitt við elskum það. Frekar of oft en of sjaldan.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -