Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.1 C
Reykjavik

Þorgils flúði Rússland eftir svik Landsbankans: „Mafían var komin á eftir mér“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjóarinn brá sér vestur á firði og hitti þar útgerðarmanninn, fiskverkandann og sjómanninn Þorgils Þorgilsson á Flateyri sem gerði hlé á flökun til að veita viðtal.

Þorgils stofnaði fyrirtæki í Murmansk í Rússlandi, þegar Mikhail Gorbachev var aðalritari Sovíetríkjanna. Fyrirtækið gekk vel, allt þar til Boris Yeltsin tók við stjórnvölunum í Rússlandi, árið 1991.

„Ég var að díla með fisk,“ útskýrði Þorgils og hélt áfram: „Fyrirtæki sem hét Luna M. Svo var þetta orðið dálítið erfitt, eftir að Yeltsin tekur við, þá var orðið erfitt með gjaldeyri og slíkt. Og þá datt þeim í hug að fara í vöruskipti. Það var farið með mig inn í skóg. Ég átti að fá timbur til að flytja til landsins. En ég hafði náttúrulega aldrei séð tré, nema bara jólatréið heima.“ Þorgils skellti upp úr en hélt svo áfram. „Og það var úr, það var fyllt skip af timbri. Og ég fer heim að tala við Jón Snorrason í Húsasmiðjunni. Geri við hann samning. Það var samningur upp á 200 milljónir, sem hann ætlaði að kaupa þetta timbur á. Og ég læt Rússann halda áfram að saga tommu sex. En svo þegar það kemur að því að skipið fari af stað, þá kemur Jón Snorrason, en ég var þarna búinn að fara í Landsbankann og fá bankaábyrgð út á að skipið kæmi, hann ætlaði að borga þetta þegar þetta kæmi til Reykjavíkur. Og hann vissi að ég var ekki borgunarmaður, ég gat ekki komið með timbrið nema með hans samningi. En svo hefur hann samband við mig og segist ekki þurfa þetta timbur núna. „Bíða með það, láttu þá bara halda áfram að saga“.“

Þorgils segist hafa farið þá í bankann en þá hafi allur pappírinn um ábyrgðina verið látinn hverfa enda hafi Jón Snorrason verið í viðskiptum við bankann.

„Og þar með var þetta Rússaævintýri búið, mafían var komin á eftir mér,“ sagði Þorgils og hló. „Ég hugsa að skipið sé þarna enn með timbrið. Þeir sögðu við mig „Það er enginn sem kaupir tommu sex nema Íslendingar og Ísraelsmenn.“

Bætti Þorgils svo við: „Þetta voru bara svik hjá Jóni Snorrasyni og Landsbankanum, ég fer ekkert ofan af því.“

- Auglýsing -

Sjáðu þáttinn í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -