Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Þuríður Harpa hneyksluð á eldhúsdagsumræðum: „Örorkulífeyristakar bíða enn eftir réttlætinu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi í gær en þar mærði ríkisstjórnin eigin störf á liðnu þingi á meðan stjórnarandstaðan fann því öllu til foráttu, eins og vaninn er. Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður Öryrkjabandalagsins var síður en svo ánægð með ræður meðlima stjórnarinnar.

Þuríður Harpa skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hún segist ekki vita í hvaða heimi hún búi í, hlustandi á „ræður um réttlæti og varðstöðu um þau sem höllum fæti standa.“ Segir hún að í hennar heimi sé staða örorkulífeyristaka hörmulega. Færsluna má lesa alla hér fyrir neðan.

„Það er frekar skrýtið að hlusta á eldhúsdagsumræður, hlusta á ræður um réttlæti og varðstöðu um þau sem höllum fæti standa. Ég veit ekki í hvað heimi ég bý orðið, en hann er alla vega ekki sá sami og stjórnvalda. Í mínum heimi er staða örorkulífeyristaka á húsnæðismarkaði hörmuleg, afkomuöryggi þess ekkert, heilbrigðisþjónusta of dýr, matarkarfan tóm og skerðingar óhóflegar. Örorkulífeyristakar bíða enn eftir réttlætinu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -