Föstudagur 2. júní, 2023
9.8 C
Reykjavik

Vill minna þjóðarleiðtogana á Julian Assange: „Eini pólitíski fanginn í Bretlandi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kristinn Hrafnsson vill minna þjóðarleiðtoga Evrópuráðsins á fangelsun blaðamanna í Evrópuríkjum. Bendir hann sérstaklega á að í Bretlandi sitji einn blaðamaður sem pólitískur fangi.

Í færslu ritstjóra Wikileaks segir hann hafa heimsótt Julian Assange í fangelsið Belmarsh í Bretlandi þar sem hann hefur mátt dúsa í fjögur ár fyrir að birta gögn um stríðsglæpi Bandaríkjajhers í stríðinu í Írak.

Færsla Kristinn er svohljóðandi:

„Þegar þjóðarleiðtogar Evrópuráðsins koma saman á fjölskyldufund til að styrkja „sameiginleg gildi“ ættu þeir að vera minntir á fangelsun blaðamanna í Evrópuríkjum.

Ég vek sérstaka athygli á þeim sem ég heimsótti á laugardag í Belmarsh, rammgerðasta öryggisfanglesi Bretlands en þar hefur Julian Assange verið læstur inni í meira en fjögur ár. Eini blaðamaðurinn í fangelsi í Bretlandi. Eini pólitíski fanginn í Bretlandi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -