Íslenska efnisveitan Ísflix mun líta dagsins ljós 1. nóvember

Deila

- Auglýsing -

Þeir Ingvi Hrafn Jónsson og Jón Kristinn Snæhólm vinna nú hörðum höndum að því að fullkomna efnisveituna Ísflix.

 

Íslenska efnisveitan Ísflix mun líta dagsins ljós 1. nóvember. Þar verður áhersla lögð á íslenska dagskrárgerð og verður efnið aðgengilegt í gegnum smáforrit sem verið er að leggja lokahönd á. Þetta kemur fram í frétt Vísis.

Fjölmiðlamennirnar Ingvi Hrafn Jónsson og Jón Kristinn Snæhólm eru mennirnir á bak við Ísflix.

Ísflix mun jafnframt bjóða upp á beinar útsendingar. Til dæmis verður þjóðmálaþáttur í beinni útsendingu alla sunnudaga.

„Þetta verður borgaraleg efnisveita. Svona aðeins til hægri,“ sagði Jón Kristinn í samtali við Vísi.

- Advertisement -

Athugasemdir