Fimmtudagur 20. janúar, 2022
6.8 C
Reykjavik

Íþróttamaður ársins gefur æfingarráð: „Í grunninn er þetta; æfa vel í langan tíma = árangur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Júlí­an J.K. Jó­hanns­son, kraft­lyft­ingamaður og íþróttamaður árs­ins 2019, byrjaði nýlega á Twitter. Júlían, sem á heims­met í sín­um þyngd­ar­flokki í rétt­stöðulyftu, gefur nú góð æfingarráð á Twitter.

Í einu tvítinu segir hann almenna umræðu um líkamsrækt oft vera óþarflega flókna. „Stór hluti af almennri umræðu um æfingar snýst um að drekkja umræðunni í óþarflega flóknum lýsingum,“ skrifar hann meðal annars og bætir við að í raun sé lykillinn að velgengni vera nokkuð einfaldan. „Í grunninn er þetta; æfa vel í langan tíma = árangur,“ segir hann.

Júlían bendir þá í einni færslu á að ekki sé sérlega vænlegt til vinnings að einbeita sér alfarið að því að lyfta þungt. „Léttar æfingar og að einbeita sér að hraða eru góðir punktar líka,“ skrifar hann.

Og meira að segja íþróttamaður ársins nennir stundum ekki að hanga í ræktinni. „Fyrir sumar æfingar er maður svo spenntur að þær renna bara ‘áreynslulaust’. Svo eru það hinar æfingarnar: þar sem maður þarf að ljúga að sér stanslaust, bara eitt sett enn, bara ein endurtekning í viðbót – og svo ertu búinn.“

Hann bætir við: „Og það er allt í lagi, stundum er þetta bara svona.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -