Sunnudagur 14. ágúst, 2022
8.8 C
Reykjavik

Júlía þorir ekki að sofa ein heima – Sakar eiganda Tröllaferða um að brjótast inn til sín

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Júlía Baldursdóttir leiðsögumaður kvartar sáran undan engri hjálp frá Stéttarfélagi leiðsögumanna í baráttu sinni gegn Tröllaferðum. Hún sakar eiganda fyrirtækisins um að hafa brotið upp útidyrahurð heima hjá sér og segist ekki hafa þorað að sofa ein heima í kjölfarið. Skýring stéttarfélagsins á engri aðstoð er fjárskortur vegna Covid-19 að sögn Júlíu.

Þetta kemur fram í færslu Júlíu sem hún ritar inn í hópinn Bakland ferðaþjónustunnar á Facebook. Þar segist hún hafa lent í vinnuslysi fyrir þremur árum sem hafi orðið til þess að hún var óvinnufær í næstum þrjá mánuði á eftir. Eigandi fyrirtækisins Tröllaferða neitaði að greiða henni veikindadaga fyrir umrætt tímabil því hún væri slösuð en ekki veik. Júlía segir eigandann hafa brugðist illa við bréfi frá lögfræðingi hennar vegna málsins. „Þegar fyrirtækið fékk loks bréf frá lögfræðingi um málið mætti eigandi fyrirtækisins heim til mín að kvöldi til og braut upp útidyrahurðina hjá mér. Ég hringdi á lögregluna og fékk svo félaga til að koma og gista hjá mér í viku eftir á því að ég þorði ekki að sofa ein heima,“ segir Júlía.

Síðan heyrist ekki neitt. Ekki múkk.

Að sögn Júlíu héldu Tröllaferðir áfram að neita að greiða henni og þá leitaði hún til Stéttarfélags leiðsögumannn sem hún er félagsmaður hjá. „Ég gekk útfrá því að fá hjálp en það reyndist þó þrautin þyngri. Eftir mörg símtöl og tölvupósta í nokkra mánuði var mér sagt að lögfræðingurinn væri loks kominn í málið. Síðan gerðist ekki neitt,“ segir Júlía og bætir því við að það hafi svo loksins verið þremur árum eftir slysið sem hún hafi fengið staðfestingu frá stéttarfélaginu að Tröllaferðum yrði stefnt vegna málsins. „Síðan heyrist ekki neitt. Ekki múkk. Þegar rúmt hálft ár var liðið frá því að ákveðið hafði verið að stefna sendi ég lögfræðingnum tölvupóst. Hann svaraði og boðaði mig á fund. Á þeim fundi, með honum einum, er mér greint frá því að félag leiðsögumanna hafi fyrir þónokkru síðan ákveðið að droppa málinu mínu vegna fjárskorts út af covid. Semsagt engin stefna og engin frekari lögfræðiaðstoð.“

Júlía skilur ekkert í því hvers vegna stéttarfélagið sitt veiti félagsmönnum ekki betri aðstoð en þetta. Hún á ekki von á því að fá eina krónu af 1,2 milljóna kröfu sinni á hendur Tröllaferðum vegna tekjutaps eftir vinnuslys. „Eftir að hafa gengið á eftir félaginu í meira en 3 ár til þess að fá hjálp við að krefja fyrrum vinnuveitanda um vangoldin laun ákveður félagið að hætta bara við. Og þeir sáu ekki einu sinni sóma sinn í að segja mér frá því. Ekkert símtal, enginn tölvupóstur, ekki neitt. Ég spyr, til hvers er okkar stéttarfélag?,“ segir Júlía.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -