Föstudagur 13. september, 2024
1.8 C
Reykjavik

Konurnar sem munu taka þátt í viðmælendanámskeiði FKA

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sérstök valnefnd hefur nú valið konur til þátttöku á hagnýtt viðmælendanámskeið sem fram fer 8. febrúar í húsakynnum RÚV. Námskeiðið er liður í að reyna samstarfsverkefni RÚV og FKA um að auka fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum.

Kemur þetta fram í tilkynningu frá RÚV.

Auk RÚV og FKA kemur starfsfólk Stöðvar 2 og Hringbrautar að framtakinu að þessu sinni og stendur að eins dags hagnýtri þjálfun laugardaginn 8. febrúar 2020 í húsakynnum RÚV í Efstaleiti 1.

Sérstök valnefnd sá um yfirferð umsókna og hefur skilað tillögum til FKA. Það er sönn ánægja að segja frá þeim konum sem hafa verið valdar úr 120 frábærum og frambærilegum umsækjendum til að taka þátt í verkefninu að þessu sinni. Þær konur sem boðin hefur verið þátttaka í þjálfuninni sem haldin verður í Efstaleiti 8. febrúar 2020 eru;

Íþróttir:
Silja Úlfarsdóttir

Nýsköpun:
Elísabet Hjaltadóttir
Kolbrún Hrafnkelsdóttir

- Auglýsing -

Orkumál:
Kolbrún Reinholdsdóttir

Sjávarútvegur:
Ásta Dís Óladóttir
Erla Ósk Pétursdóttir

Alþjóða stjórnmál:
Guðrún Helga Jóhannsdóttir

- Auglýsing -

Upplýsingatækni:
Ásta Fjeldsted
Ragnhildur Ágústsdóttir

Viðskipti:
Ásthildur Otharsdóttir

Vísindi:
Bryndís Marteinsdóttir
Hulda Ragnheiður Árnadóttir formaður FKA verður fulltrúi stjórnar á námskeiðinu.

Þátttakendur fá á námskeiðinu leiðsögn reynds fjölmiðlafólks og tækifæri til að spreyta sig sem viðmælendur við raunverulegar aðstæður í útvarpi og sjónvarpi. Þátttakendur læra m.a. um framkomu í fjölmiðlum, fá undirbúning fyrir viðtöl, setja sig í spor fréttamannsins og fara í viðtöl í stúdíóum RÚV.

Leiðbeinendur eru Þórhallur Gunnarsson, fjölmiðlamaður og Andrés Jónsson almannatengill. Einnig koma Sirrý Arnardóttir stjórnendaþjálfari, háskólakennari, rithöfundur og fyrrverandi fjölmiðlakona og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sjónvarpskona hjá Stöð 2, ástríðukokkur og bókaútgefandi að þjálfuninni. Þátttakendur fá einnig tækifæri til að hitta og spjalla við Bergstein Sigurðsson og Huldu Geirsdóttur, fjölmiðlafólk á RÚV.

FKA gerði könnun meðal frétta- og dagskrárgerðarmanna í fréttatengdum þáttum á ljósvakamiðlum RÚV, Stöðvar 2 og Hringbraut. Spurt var hvort erfiðara væri að finna konur sem viðmælendur á einhverjum tilteknum sérsviðum . Níu sérsvið voru oftast nefnd. Sjávarútvegur og tæknimál voru þar efst á blaði, auk upplýsingatækni, upplýsingaöryggis, orkumála, íþrótta, viðskipta, nýsköpunar, vísinda og stjórnmála. Því var óskað eftir konum með sérþekkingu á þessum sviðum í þetta skipti.

Valnefndin að störfum
Mynd / RÚV

Öllum konum sem sóttu um boðið á námskeið.

Sérstök valnefnd sem sá um yfirferð umsókna og hefur skilað tillögum til FKA um þær konur sem boðin verður þátttaka í verkefninu skipa:
– Hulda Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri FKA og fjölmiðlakona sem nú starfar á alþjóðasviði mannauðs hjá Marel.
– Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sjónvarpskona hjá Stöð 2.
– Gunnar Hansson, útvarpsmaður á Rás 1.
– Sigmundur Ernir Rúnarsson, sjónvarpsstjóri á Hringbraut.

Það var engin leið að segja skilið við alla þessa sérfræðinga sem vilja koma fram – og tala af sérþekkingu við fréttamenn. Þess vegna ákvað valnefndin, ásamt Eddu Hermannsdóttur samskiptastjóra Íslandsbanka, að bjóða öllum konum sem sóttu um í fjölmiðlaþjálfunina og lentu ekki í 12 manna úrtakinu, á þriggja tíma námskeið 20. febrúar næstkomandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -