Sunnudagur 4. desember, 2022
3.1 C
Reykjavik

KR áfrýjar og Kristó ekki kátur: „Tel stöðuna vera alveg eins og hún var í héraðs­dómi“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kristófer Acox núverandi leikmaður Vals og lykilmaður lands­liðsliðsins í körfu­bolta, segir það hafa komið sér á ó­vart KR, upp­eldis­fé­lag hans, á­kvað að á­frýja dómi Héraðs­dóms Reykja­víkur, sá dómur var Kristófer í hag í launa­deilu hans við félagið.

Kristófer – oft kallaður Kristó – segir að málið sé leiðinlegt í alla staði; honum þykir vænt um KR og ber sterkar tilfinningar til félagsins.

Hann mætti í morgun í Lands­rétt, en þá var tekin fyrir á­frýjun KR á dómi Héraðs­­dóms Reykja­víkur í launa­­deilu Kristófers við KR; héraðs­dómur dæmdi Kristófer í hag á síðasta ári.

Í dómi Héraðs­­dóms Reykja­víkur í fyrrasumar var KR dæmt til að greiða Kristófer tæpar fjórar milljónir króna á­­­samt máls­­­kostnaði; kom fram að KR hefði einungis í eitt skipti borgað um­­­­­samin mánaðar­­­laun Kristófers – 600 þúsund krónur á­­­samt árangurs­­­tengdum greiðslum – á réttum tíma.

Svakalega góður leikmaður hann Kristófer Acox.

Yfir­­­­­höfuð hafi greiðslur til Kristófers borist seint; heilt yfir hafi KR um tíma skuldað leikmanninum um það bil 11 milljónir króna.

KR var þó búið að borga Kristófer sjö milljónir.

- Auglýsing -

Í spjalli við Frétta­blaðið segir Kristófer að það hafi komið honum á ó­vart þegar hann frétti af á­frýjuninni:

„Það kom mér á ó­vart þegar að ég frétti af því á sínum tíma að KR ætlaði sér að á­frýja niður­stöðu héraðs­dóms. Málið fór eins og það fór þar, mér í hag og ég fór bara brattur inn í dóm­sal í morgun og tel stöðuna vera alveg eins og hún var í héraðs­dómi.“

Má búast við niður­stöðu málsins á næstu 4 vikum:

- Auglýsing -

„Nú bíð ég bara eftir því að Lands­réttur kveði upp sinn dóm núna á næstu vikum og vonandi að þetta taki enda þá. Að maður geti sagt skilið við allt þetta ferli. Að sjálf­sögðu er þetta leiðin­legt, KR er mitt upp­eldis­fé­lag.

Öll þau sam­skipti sem hafa átt sér stað síðast­liðin tvö ár, leiðindin og það sem á sér stað bak­við tjöldin, auð­vitað hefur þetta verið langt og strembið. Ég hef þó fundið minna fyrir þessu eftir að Héraðs­dómur Reykja­víkur dæmdi loksins í málinu í fyrra en það að maður þurfi að standa í svona leiðinda­deilum við fé­lag sem manni þykir auð­vitað vænt um, ber mikla virðingu fyrir og til­finningar til kjarnar í raun hversu mikið leiðinda­mál þetta er.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -