Miðvikudagur 29. júní, 2022
14.8 C
Reykjavik

Leiðir til að endurhugsa ferðaþjónustu að loknum heimsfaraldri

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

COVID-19 hefur haft mikil áhrif á ferðaþjónustu á norðurslóðum en áhrifin hafa birst með ólíkum hætti eftir svæðum. Heimsfaraldurinn dró fram veikleika ferðaþjónustu en undirstrikaði einnig efnahagslegt og samfélagslegt mikilvægi hennar.

Þessar niðurstöður komu fram í skýrslu vísindamanna við Háskóla Íslands um áhrif ofgnóttar ferðamennsku og leiðir til að endurhugsa ferðaþjónustu að loknum kórónuveirufaraldri. Rannsóknarhópurinn sendi nýverið frá sér skýrslu um sjálbæra ferðaþjónustu á norðurslóðum.

Í rannsókninni kom fram að COVID-19 krísan hafi leitt til þess að fólk tók að endurhugsa forsendur fyrir vexti ferðaþjónustu og neikvæðum afleiðingum hans á loftslag, vistkerfi og samfélög. Endurhugsun ferðaþjónustu á tímum COVID-19 felur í sér samkvæmt skýrslunni að rýna í undirliggjandi gildi ferðamennsku jafnt sem ferðaþjónustu sem atvinnugreinar og finna leiðir til að þróa ferðavörur sem hafa gildi fyrir nærsamfélög og efla þannig samfélög og umhverfi.

Skýrslan undirstrikar þörfina á því að ferðaþjónusta sé byggð upp í samtali og samvinnu atvinnugreinarinnar og nærsamfélaga á norðurslóðum.

Áður en heimsfaraldur COVID-19 skall á í ársbyrjun 2020 voru margir áfangastaðir á norðurslóðum að vinna að því að byggja upp ferðaþjónustu. Sumir áfangastaðir stóðu einnig frammi fyrir áskorunum vegna mikils og ósjálfbærs vaxtar ferðaþjónustu á skömmum tíma.

Skýrslan naut stuðnings norðurslóðaáætlunar Norrænu ráðherranefndarinnar á árunum 2018-2021 og ber heitið Arctic Tourism in Times of Change Uncertain Futures: From Overtourism to Re-starting Tourism. Þar er fjallað um niðurstöður vinnustofu rannsakenda, nemenda, forsvarsfólks ferðaþjónustufyrirtækja, aðila úr stoðkerfi greinarinnar og frumkvöðla sem ræddu áskoranir ofgnóttar ferðamennsku (e. overtourism), áhrif COVID-19 og leiðir til að endurræsa og endurhugsa ferðaþjónustu til framtíðar.

- Auglýsing -

Rannsóknin sýndi fram á að lykilatriði fyrir sjálfbæra stjórnun ferðaþjónustu sé að aðilar séu meðvitaðir um að þeir tilheyra víðtæku kerfi ferðaþjónustu sem hefur áhrif á hvernig þeir geta tekið á krísuástandi og áskorunum eins og að byggja upp ferðaþjónustu á jaðarsvæðum eða of hröðum og miklum vexti ferðaþjónustu.

Þeir sem komu að skýrslunni voru vísindamenn frá sjö háskólum á Norðulöndum og í Kanada. Frá Íslandi voru þeir Gunnar Þór Jóhannesson, prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands og Johannes Welling, verkefnisstjóri við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Höfn.

Hér er hægt að skoða skýrsluna og fræðast enn meira um framtíð ferðaþjónustu á norðurslóðum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -