• Orðrómur

Meint fórnarlamb Sölva er líka skjólstæðingur Sögu: „Ég fór út fyrir verksvið mitt“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Fyrrverandi ástkona Sölva Tryggvasonar sem segir hann hafa beitt sig andlegu og líkamlegu ofbeldi var áður skjólstæðingur Sögu Ýrr Jónsdóttur sem nú gætir hagsmuna Sölva varðandi ásakanir um bæði ofbeldi og kynferðisfbrot. Kristrún Erla Harðardóttir, lögmaður kvennanna tveggja, staðfestir í samtalinu við Mannlíf að málið sé þannig vaxið.

„Það er rétt að skjólstæðingur minn var skjólstæðingur Sögu en það var árið 2014 og í alls óskyldu máli sem tengist núverandi máli ekki neitt. Skjóstæðingur minn er ekki á neinn hátt mótfallinn því að Saga Ýrr sé lögmaður Sölva, segir Kristrún Erla sem undirbýr skýrslutöku vegna málanna tveggja á hendur sjónvarpsmanninum sem sjálfur ber ástkonu sína þeim sökum að hafa ætlað að sverta mannorð sitt með því að segja að ofbeldið hefði átt sér stað. Sölvi sakaði ástkonu sína um það að hafa hótað sér mannorðsmissi í umtöluðum hlaðvarpsþætti þar sem Saga Ýrr ræddi við hann um það sem þau kölluðu aðför að mannorði sjónvarpsmannins. Sölvi bugaðist nokkrum sinnum í þættinum þegar hann fjallaði um þær sögur sem gengu um framgöngu hans gagnvart konum, þeirra á meðal fyrrverandi skjólstæðingi Sögu sem hann sakaði um lygar.

Framganga Sögu í málinu hefur vakið upp spurningar um það hversu siðlegt það sé að fara gegn fyrrverandi skjólstæðingi. Þá eru margir sem setja spurningamerki við það að lögmaður stigi beint inn í fjölmiðil eins og gerðist í Sölvamálinu. Lögmannafélag Íslands hefur ekki fengið kvörtun vegna umræddra mála. Innan félagsins er ákveðinn ferill ef kvartanir koma upp.

- Auglýsing -

„Það er ákveðin stjórnsýslunefnd, úrskurðarnefnd lögmanna, sem myndi skoða hvort um brot væri að ræða. Kvörtun eða kæra til nefndarinnar yrði tekin fyrir og úrskurðað. Þetta er sjálfstæð stjórnsýslunefnd. Ég get ekki sagt um hvaða lyktir yrðu á málinu, segir Ingimar Ingason, formaður lögmannafélag Íslands.

Saga Ýrr Jónsdóttir hefur ekki látið ná í sig vegna þessara mála eða annara sem snúa að Sölva. Rétt í þessu barst yfirlýsing þar sem hún segir sig frá máli Sölva genga hagsmunaáreksturs. Þar viðurkennir hún að hafa gengið of langt.

„Ég fór út fyrir verksvið mitt“.

- Auglýsing -

 

Hér er yfirlýsing Sögu lögmanns í heild sinni: 

Á sunnudaginn fyrir viku síðan leitaði Sölvi Tryggvason til mín og ég tók að mér afmarkað mál fyrir hans hönd sem lögmaður. Á fimmtudag fékk ég svo símtal þar sem mér var tilkynnt að önnur kvennanna sem kærði Sölva á miðvikudagskvöld er einn umbjóðenda minna í hópmálsókn sem hefur verið í gangi í nokkur ár og er enn í rekstri fyrir dómstólum. Ég viðurkenni fúslega að mér varð brugðið við þessar upplýsingar en við þá konu hef ég átt í góðum og miklum samskiptum sem lögmaður undir rekstri hópmálsóknarinnar. Vegna þessa augljósa hagsmunaáreksturs er mér ekki annað fært en að segja mig frá máli Sölva og held því áfram að vinna að hagsmunum umræddrar konu í hópmálsókninni í góðu samráði við hana. Sölva sjálfan hef ég látið vita af þessari ákvörðun minni og ég óska honum velfarnaðar í sínum verkefnum.

- Auglýsing -

Svo lengi lærir sem lifir og hefur undanfarin vika verið mér mjög lærdómsrík. Ég hef áttað mig á að ég fór út fyrir verksvið mitt sem lögmaður, lét tilleiðast og kom mér í aðstæður sem ég geri mér núna grein fyrir að ég hefði aldrei átt að vera í. Eftir að hafa horft á tíðrætt podcast sem fór í loftið í síðustu viku er fátt annað í brjósti mér en að ég átta mig á að orð mín þar hafa sært einstaklinga og á því langar mig að biðja einlæglega afsökunar. Með því er ég alls ekki að taka afstöðu til sakleysis eða sektar Sölva heldur einungis að taka ábyrgð á minni framgöngu.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -