Sigurður Orri Kristjánsson, fréttamaður á Stöð 2, og rithöfundurinn Kamilla Einarsdóttir eru nýtt par.
Ekki er langt síðan þau byrjuðu saman,en það er Smartland sem greindi fyrst frá.
Kamilla sló í gegn með fyrstu skáldsögu sinni, Kópavogskróníkan, sem kom út árið 2018; var gert rómað leikrit upp úr bókinni; bók númer tvö, Tilfinningar eru fyrir aumingja, leit dagsins ljós árið 2021.
Kamilla vinnur að sinni þriðju skáldsögu; kemur út síðar á þessu ári.

Sigurður Orri heldur úti þættinum Boltinn lýgur ekki, ásamt félaga sínum, Tómasi Steindórssyni á útvarpsstöðinni X-977, og einnig sjónvarpsþættinum Lögmál leiksins á Stöð 2.