• Orðrómur

Sanna borgarfulltrúi brast í grát þegar hún sagði frá sárri reynslu sinni af fátækt

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Sanna Magdalena Mörtudóttir brestur í grát í myndbandi Sósíalistaflokks Íslands þar sem hún ræðir reynslu sína af húsnæðismálum sem barn og fullorðin.

Sanna er borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.

Myndbandið var birt á Facebook síðu flokksins með yfirskriftinni:

- Auglýsing -

„Annað tilboð Sósíalista til kjósenda vegna þingkosninga 25. september næstkomandi er Stóra húsnæðisbyltingin. Tilboðið er sprottið úr óþolandi ástandi í húsnæðismálum.“

Í myndbandinu segist Sanna sjá sig sem uppkomið fátækt barn og segir frá íbúðaflakki hennar og móður sinnar þegar hún var barn.
Móðir hennar vann sem leikskólakennari og eftir fullan vinnudag á leikskólanum, vann hún á tímabili einnig við að skúra þar. „Og bara sama hvað þá voru þessi laun ekkert nóg,“ segir Sanna í myndbandinu.

Sanna segir það hafa reynst móður hennar erfitt að finna íbúð sem hún hefði ráð á og því hafi hún sótt um félagslegt leiguhúsnæði.

- Auglýsing -

Segir Sanna sögu þeirra mæðgna vel geta átt við stöðu fólks í dag, því mikill húsnæðisvandi sé enn til staðar.

Myndbandið má sjá hér að neðan.

- Auglýsing -

 

 

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -