Föstudagur 26. apríl, 2024
2.6 C
Reykjavik

Segir þingmenn á Klausturbar ekki þola menningarbætur Black Lives Matter

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Smári Egilsson líkir uppákomu Miðflokksmanna á Klausturbar við menningarbyltingu, sem snúist um mannfyrirlitningu og yfirgang hinna valdameiri á hinum jaðarsettu og valdaminni.

„Talandi um menningarbyltingar, þá er Black Lives Matter ólíkt geðfelldari menningarbylting en sú sem Sigmundur Davíð stóð fyrir á Klausturbarnum. Sú fyrri snýst um mannvirðingu og viðurkenningu á mannhelgi hinna kúguðu og smáðu. Sú síðari snerist um mannfyrirlitningu og yfirgang hinna valdameiri á hinum jaðarsettu og valdaminni,“ segir Gunnar Smári Egilsson, í nýjustu færslu sinni á Facebook.

Tilefni skrifa Gunnars Smára er heilsíðupistill Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðfokksins í Morgunblaðinu á laugardag, en þar fjallar Sigmundur Davíð um skaðleg áhrif pólitísks rétttrúnaðar og lýsir, að því er virðist, efasemdum sínum um réttindabaráttu svarts fólks í Bandaríkjunum. Að hans mati virðist Barátta Black Lives Matter hreyfingin bera öll einkenni kínversku menningarbyltingar Mao Zedong.

„Og auðvitað geta þeir sem tóku þátt í menningargagnbyltingunni á Klausturbar illa sætt sig við menningarbætur Black Lives Matter,“ skrifar Gunnar Smári. „Ég hefði getað sagt ykkur það án þess að taka undir það heilsíðu í Mogganum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -