Þriðjudagur 10. september, 2024
4.9 C
Reykjavik

Sigmundur fór til fjallsins – Hjartaáfall á Esjunni og 3623 ferðir á Úlfarsfell

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég er venjulega klukkustund upp og niður fjallið,“ segir Sigmundur Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Skattsins, sem undanfarin átján ár hefur gengið hvorki meira né minna en 3263 ferðir á Úlfarsfell. Enginn vafi leikur á því að Sigmundur, sem er 76 ára, á Íslandsmet sem seint verður slegið. Hann sagði í samtali við Mannlíf að göngurnar skiptu hann öllu máli. Þetta ævintýri hans hófst árið 2005. Hann fór rólega af stað.

„Fyrsta árið fór ég 40 sinnum á fjallið. Um áramótin 2005 og 2006 setti ég mér það ártamótaheit að fara 100 ferðir. Ég stóð við það,“ segir Sigmundur sem síðar náði að fara upp í 294 ferðir á einu ári.

„Ég fékk hjartaáfall“

Sigmundur segist ganga á jöfnum hraða og ekki of hratt. Hann hefur lært af biturri reynslu að kapp er best með forsjá.

„Ég fékk hjartaáfall á Esjunni fyrir nokkrum árum. Ég datt niður og það þurfti að bera mig niður fjallið. Ég var með meðvitund allan tímann. Ég var fluttur á spítala og settur í hjartaþræðingu. Þá kom í ljós að ég var með stíflu í kransæðum,“ segir Sigmundur.

Framan af göngunum á Úlfarsfell bjó Sigmundur í Grafarvogi og þurftu að aka að fjallinu til að fara í göngurnar. Hann og eiginkona hans ákváðu seinna að minnka við sig húsnæðið. Þá var svo við að þeim bauðst íbúð á Úlfarsárdal, í skjóli fjallsins sem var honum svo kært. Þau slógu til. Sigmundur fór til fjallsins og er nú í göngufæri.

„Fjallið blasir við mér út um gluggann. Nú sleppi ég bílnum og geng á fjallið og nýt lífsins,“ segir Sigmundur.

- Auglýsing -

Hann segist ekki vilja missa úr göngur því þá versnar líðan hans.

„Mér líður betur með að fara í reglubundnar göngur á fjallið. Ef það falla úr dagar þá finnst mér eitthvað vanta,“ segir Sigmundur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -