Laugardagur 22. janúar, 2022
1.4 C
Reykjavik

Sigurður Árnason læknir og sérfræðingur í líknarmeðferð með stöðu sakbornings í máli Skúla læknis

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Mikið hefur verið fjallað um mál læknisins Skúla Tómasar Gunnlaugssonar, en lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú sex andlát á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sem megi ætla að hafi verið ótímabær; borið að með saknæmum hætti.

Þrátt fyrir ákærurnar á hendur Skúla og lögreglurannsóknina hefur hann ekki misst leyfi sitt sem læknir; en einnig eru til rannsóknar meðferð fimm annarra sjúklinga þar sem rökstuddur grunur sé um að hafi verið skráðir í lífslokameðferð að ástæðulausu, og lífi þeirra með því ógnað.

Minna hefur verið fjallað um þá staðreynd að annar læknir liggur einnig undir grun í þessu máli, en nafn Skúla hefur margoft komið fram í tengslum við þessa rannsókn.

Samkvæmt öruggum heimildum Mannlífs þá heitir læknirinn sem er einnig grunaður, hefur stöðu sakbornings í málinu, Sigurður Árnason og er hann krabbameinslæknir og sérfræðingur í líknarmeðferð.

Til rannsóknar í málinu er þáttur Sigurðar, og skylt að taka það fram að hann hefur ekki verið fundinn sekur – og ekkert víst á þessari stundu hvort það gerist;

Sigurður hefur stöðu sakbornings og hefur ekki verið sviptur læknaleyfi sínu frekar en Skúli.

- Auglýsing -

Rannsóknin sem snýr að Sigurði tengist einu andláti.

Tekið skal fram að þáttur Sigurðar í málinu – rannsókninni – er ekki tekinn sérstaklega fyrir í skýrslu landlæknis – en Sigurður var í hlutastarfi hjá HSS.

Mál þetta hefur vakið mikla athygli og mikinn óhug í samfélaginu, enda um að ræða sex andlát sjúklinga og líf og heilsa fimm annarra sjúklinga.

- Auglýsing -

Rannsókn málsins er í fullum gangi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -