Þriðjudagur 7. maí, 2024
4.8 C
Reykjavik

Skelfilegar tölur frá lögreglu: Sjálfsvígum snarfjölgar í Covid-faraldri

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sjálfsvígstilfellum hér á landi hefur fjölgað um 67 prósent frá því í fyrra. Tölur gefa til kynna að fleiri hafi mögulega fallið fyrir eigin hendi í kórónuveirufaldrinum heldur en úr Covid-19. Vísbendingar um þetta má finna í bráðabirgðatölum lögreglu sem liggja nú til meðferðar hjá Landlækni.

Hlutfallið á mögulega eftir að breytast hjá embætti landlæknis því nú fer í hönd tímafrekt ferli til staðfestingar dánameina þeirra einstaklinga sem lögreglan hefur skráð hjá sér sem sjálfsvíg. Hildur Guðný Ásgeirsdóttir, verkefnisstjóri lýðheilsu hjá Landlæknisembættinu, segir tölurnar gefa alvarlegar vísbendinar um tíðni sjálfsvíga í covid-faraldrinum en þær beri þó að túlka með varúð því um sé að ræða bráðabirgðatölfræði.

Bæði embætti landlæknis og ríkislögreglustjóra neita aftur á móti að afhenda tölurnar og vísa á hvort annað. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Mannlífs hefur sjálfsvígum fjölgað nokkuð á tímabilinu sem kórónuveiran hefur herjað á landið og harðar sóttvarnaraðgerðir með tilheyrandi einangrun verið í gangi. Tölur lögreglunnar sýna að það hafa 30 einstaklingar svipt sig lífi á meðan þeir voru 18 talsins samkvæmt skráningu lögreglu á sama tíma í fyrra. Það er aukning um 12 látna, eða því sem nemur 67 prósenta aukningu, sem er tveimur fleiri en látist hafa úr Covid-19 hérlendis í faraldrinum. Sé horft til ársins 2018 til samanburðar þá höfðu 22 fallið fyrir eigin hendi á sama tímapunkti, sem er 36 prósentum minna en í ár.

Þetta ástand sem tölurnar gefa til kynna hefur valdið miklum áhyggjum í heilbrigðiskerfinu og þá ekki síst þeim hluta þess sem hlúir að geðsjúkum. Embætti landlæknis tók bráðabirgðatölur lögreglu það alvarlega að boðað var til samráðsfundar í heilbrigðisráðuneytinu með aðilum þeirra stofnana og samtaka sem sinna þjónustu sem tengjast sjálfsvígum. Sá fundur fór fram 2. september síðastliðinn. Þar voru áðurnefndar tölur lagðar fyrir hópinn, samkvæmt heimildum Mannlífs. Heilbrigðisráðuneytið neitar einnig að afhenda fundargerð frá áðurnefndum samráðsfundi þar sem tölfræðin var til umfjöllunar. Ráðuneytið vísar á Landlækni til svara.

„Mikilvægt er að grípa einstaklinga sem gætu fundið fyrir sjálfsvígshugsunum strax og beina þeim í áttina að hjálpinni.“

Hildur Guðný Ásgeirsdóttir. Mynd / Skjáskot RÚV

Þöggun virðist ríkja yfir tölunum og þeir sem málið vinna neita að opna bækurnar þrátt fyrir ítrekaðar óskir Mannlífs þess efnis og vísa hver á annan. Hildur Guðný ítrekar mikilvægi þess að fara varlega í túlkun bráðabirðatalna lögreglunnar því nú þurfi að ráðast í tímafrekt ferli til staðfestingar dánarmeina. Eins og áður sagði telur hún þó aðspurð að tölurnar gefa alvarlega vísbendingu um það ástand sem er hjá fólki sem glímir við andlega sjúkdóma. Samráðshópur um sjálfsvígsforvarnir hefur reglulega komið saman frá því að faraldurinn hófst hér á landi til þess að vinna gegn óheillaþróuninni.

„Áhættuþættir sjálfsvíga eru margir þar sem flókið samspil félagslegra, umhverfis og líkamlegra þátta koma saman. Aukið álag eins og verður í heimsfaraldri getur haft áhrif á líðan einstaklinga og því er að sjálfsögðu mikilvægt að fylgjast sérstaklega vel með og grípa til aðgerða er varða sjálfsvígsforvarnir. Ef byggt er á fyrri rannsóknum, þá hefur helsta áhyggjuefnið verið að langvarandi aukning á atvinnuleysi geti haft áhrif á tíðni sjálfsvíga, eins og sást víða erlendis í kjölfar kreppunnar 2008,“ segir Hildur Guðný og bætir við:

- Auglýsing -

„Mikilvægt er að grípa einstaklinga sem gætu fundið fyrir sjálfsvígshugsunum strax og beina þeim í áttina að hjálpinni.“

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið, númerið er ókeypis og opið allan sólarhringinn.
Píeta samtökin bjóða einnig upp á þjónustu í síma 552-2218 fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaðahegðun. Númerið er opið allan sólarhringinn.
Þá er einnig hægt að ná netspjalli við hjúkrunarfræðinga í gegnum vefinn heilsuvera.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -