Þriðjudagur 30. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Spæjari Samherja segir Jóhannes uppljóstrara sitja um heimili sitt

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jón Óttar Ólafsson, starfsmaður Samherja og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, hafnar því að hafa áreitt Jóhannes Stefánsson uppljóstrara. Reyndar segir hann þessu vera öfugt farið því það sé uppljóstrarinn sem hafi svo mánuðum skiptir setið um heimili sitt.

Jóhannes tilkynnti áreiti af hendi Jóns Óttars til embættis héraðssaksóknara í nóvember síðastliðnum. Segir Jóhannes að Samherjastarfsmaðurinn hafi elt sig með myndbandsupptökuvél að bíl sínum og svipt upp farþegahurðinni að bílnum þegar Jóhannes var kominn inn. „Maðurinn elti mig að bílnum mínum, opnaði farþegahurðina að framan og tók upp myndband af mér. Þetta er bara klikkun,“ segir Jóhannes í samtali við Stundina.

Jón Óttar hafnar ásökunum Jóhannesar og segir að í raun hefði Jóhannes verið að ásækja sig. Þannig hafi til dæmis uppljóstrarinn setið um hús sitt svo mánuðum skipti og segir hann aðra starfsmenn Samherja til vitnis um grunsamlegar ferðir Jóhannesar. „Ég hlakka til að láta lögregluna vita af þessu,“ segir Jón. Hann segist einnig spenntur að sjá hvort að hann verði kærður af Jóhannesi fyrir meint áreiti.

Líkt og Mannlíf greindi frá baðst Jón Óttar afsökunar í síðustu viku fyrir að hafa áreitt Helga Seljan fréttamann með fjölda óviðeigandi skilaboða. Hann sagði þá að skilaboðin hefðu verið dómgeindarbrestur af sinni hálfu sem stjórnendur Samherja hefðu ekkert vitað af og vonaðist til þess að hegðun sín kæmi ekki til með að skaða Samherja.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -