Steinunn Ólína hótar hjólaþjófi iðrakveisu

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona biður hjólaþjóf að hugsa sig tvisvar um og skila reiðhjóli Stefáns Karls Stefánssonar. Geri þjófurinn það ekki muni hann fá svo slæma iðrakveisu að ekkert nema linnulaus góðverk lækni hana. Þetta segir hún í nýlegri færsu á Facebook-síðu sinni og birtir þar mynd af Stefáni Karli heitnum með hjólið.

Steinunn Ólína segir fyrirtækið Kría Cycles hafa gefið Stefáni Karli hjólið og að það hafi staðið harðlæst á stigagangi húsnæðis Sprettu á Grandanum. Einhvern tímann á síðastliðnum tveimur vikum hafi hjólinu verið stolið þaðan. Hún segir að hjólið sé merkt Stefáni Karli og biður netverja um aðstoð við að finna hvar hjólið er niðurkomið. „Megi þjófurinn hugsa sig um tvisvar og skila hjólinu ellegar fá svo harðvítuga iðrakveisu að ekkert lækni hana nema linnulaus góðverk héðan af,“ segir Steinunn Ólína í færslunni.

- Auglýsing -

Athugasemdir

Lestu meira