• Orðrómur

Sýður upp úr í kattasamfélaginu: „Reynst vel í Hveragerði að marínera kjúkling upp úr frostlög“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í athugasemdakerfi Fréttablaðsins og Vísis hafa verið skrifaðar vægast sagt hræðilegar hugmyndir að því hvernig losna megi við ketti.

Athugasemdirnar voru skrifaðar við umfjöllun um Sigurð Ægisson sóknarprest á Siglufirði og baráttu hans við að banna lausagöngu katta.

„Það hefur reynst vel í Hveragerði að marínera kjúkling upp úr frostlög,“ skrifar Styrmir nokkur.

- Auglýsing -

Sveinn skrifar: „Það á að leyfa lausagöngu hunda í þéttbýli svo þeir geti rifið ketti á hol. Mörgum hundum þykir það gaman.“

Og enn annar, maður að nafni Helgi skrifar: „Fiskur og frostlögur leysir svona vandamál.“

Elísa nokkur deilir athugasemdum mannanna inni á hóp Kattasamfélagsins á Facebook og segist orðlaus. „Endilega deilið og fylgist vel með umhverfi ykkar,“ skrifar hún.

- Auglýsing -

Hefur þetta vakið óhug kattaeiganda og hafa einhverjir tilkynnt athugasemdirnar til lögreglu og MAST og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.

Anna nokkur skrifar: „Kattahatur er normaliserað á samfélagsmiðlum og þá finnst sumu fólki allt í lagi að beita ofbeldi og ómannúðlegum aðferðum til að losna við þessa „óværu“.“

„Versta rándýrið á jörðunni er mannskepnan. Við lifum á lifandi bráð eins og dýrin í þessum heimi en ef þessi maður hefur virkilega notað eitur til að útrýma köttum … þvílíkur kvalari oj barasta,“ skrifar Ingibjörg.

- Auglýsing -

Sjá einnig: Prestur í heilögu stríði gegn köttum: „Mesti hroki og hræsni sem ég hef nokkurn tíma séð“

Sigurður Ægisson birti á dögunum auglýsingu í bæjarblaðinu þar sem hann hvetur íbúa Fjallabyggðar sem eru á móti lausagöngu katta að tilkynna ónæði og sóðaskap sem af þeim hlýst.

Forsaga málsins er sú að Sigurður lagði fram þá tillögu við bæjaryfirvöld að lausaganga katta yrði bönnuð á varptíma fugla í sumar. Tillagan var ekki samþykkt.

Bæjarvöld Fjallabyggðar hafa ákveðið að taka saman tölfræði og halda lista yfir kvartanir vegna lausagöngu katta og svo verður málið endurskoðað í haust. Því brá Sigurður á það ráð að setja auglýsinguna í blaðið.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -