Þriðjudagur 30. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

„Þegar menn lenda í kviksyndi borgar sig ekki að sprikla“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður gefur lítið fyrir skýringar Þorsteins Más Baldvinsson, forstjóra Samherja, á meintum mútum í Namibíu. Í gær hafnaði forstjórinn því að hafa greitt mútur og skýrði greiðslur útgerðarfyrirtækisins í Afríku sem ráðgjafagreiðslur og greiðslur fyrir veiðileyfi í landinu. Lögmaðurinn ráðleggur Þorsteini Má að hætta að sprikla í kviksyndinu.

Sveinn Andri Sveinsson.

Sveinn Andri vekur athygli á skilgreiningu á mútum í færslu á Facebook. Þær segir hann vera fjárhagslegan ávinning sem látinn er í té þeim sem er í aðstöðu til að inna af hendi athöfn sem er trúnaðarbrot, ólögleg eða ósiðleg. „Fyrir liggur að Samherji greiddi tugi milljóna króna inn á leynireikninga hinna svokölluðu „hákarla“ í Namibíu, en þeir voru allir í aðstöðu, eða nátengdir mönnum sem voru í aðstöðu, til að úthluta veiðiheimildum í namibískri lögsögu,“ segir Sveinn Andri.

Varðandi skýringar Samherja á að greiðslurnar hafi verið fyrir ráðgjöf eða veiðileyfi þá blæs Sveinn Andri á þær skýringar. „Þeir sem fengu greiðslurnar voru hvorki opinberar stofnanir í Namibíu sem úthluta veiðiheimildum né heldur var um að ræða seljendur veiðiheimilda.
„Ráðgjafar“ eru þeir aðilar sem hafa yfir tiltekinni sérfræðiþekkingu eða reynslu á tilteknu sérsviði að ráða sem fyrirtæki og einstaklingar nýta sér. Hákarlarnir hafa enga sérfræðiþekkingu aðra en þá en þá hvernig hægt er að fá veiðiheimildir með ólögmætum hætti. Ergó, Samherji var hvorki að greiða fyrir veiðileyfi né fyrir þjónustu ráðgjafa. Þegar menn lenda í kviksyndi borgar sig ekki að sprikla,“ segir Sveinn Andri. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -