Miðvikudagur 1. maí, 2024
7.1 C
Reykjavik

Þolendur landsbyggðarinnar -„margir þolendur sem hlutu lítinn sem engan stuðning frá samfélaginu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Önnur bylgja #metoo hefur riðið yfir íslenskt samfélag síðustu vikur, sem hefur ýft upp gömul sár hjá mörgum og sett jafnframt liðna tíð í annað samhengi. Öll þekkjum við þolendur og öll þekkjum við gerendur, þó svo að við séum ekkert endilega alltaf meðvituð um það,“ skrifar Vestfirðingurinn Ingunn Rós Kristjánsdóttir í aðsendri grein inni á vefmiðlinum bb.is.
Skipar Ingunn Rós 4. sæti á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.

Hún segir að á litlu landi verði svona hlutir óhjákvæmilega flóknir meðferðar og oft sé auðveldara að þegja þegar mögulegur gerandi er einhver þér náinn. Þá geti þessi vandi oft orðið enn stærri í litlum samfélögum á landsbyggðinni.

„Þegar ég hugsa til baka til æsku minnar og unglingsára á Ísafirði, þá voru margir þolendur sem hlutu lítinn sem engan stuðning frá samfélaginu vegna þess að gerandi þeirra var „góður strákur“, var vel liðinn og vel tengdur innan okkar litla samfélags.“

Samkvæmt Ingunni var vitað af mörgum á svæðinu sem höfðu brotið af sér og höfðu orð á sér að vera „tæpir“, eins og hún orðar það, „og okkur sagt að passa sig á ákveðnum aðilum á djamminu. Þetta var samt allt undir rós því engan mátti nú styggja.“

Treystu sér ekki til að segja frá

Þá segist hún persónulega þekkja marga þolendur sem orðið höfðu fyrir ofbeldi en treystu sér aldrei til þess að segja frá vegna hræðslu við að fá á sig þann stimpil að vera eyðileggja orðspor „góða stráksins“ eða „góðu stelpunnar“.

„Við þekkjum líka sögurnar þar sem þolendum er beinlínis bolað í burtu úr bæjarplássinu vegna ofbeldis sem þau urðu fyrir. Sumar þeirra eru opinberar og hefur verið fjallað um í fjölmiðlum en þær eru svo miklu fleiri sem eru það ekki. Það gerir þær hins vegar ekkert minna raunverulegar.“

- Auglýsing -

Aukin fræðsla nauðsynleg

Ingunn segir kynferðisofbeldi alltaf alvarlegt sama hvar það gerist og að því miður gerist það alls staðar.
Segir hún nauðsynlegt að auka fræðslu og forvarnir, og hafa hana til jafns milli þeirra sem eldri eru og fyrir börn og unglinga.

„Eins mikið og mér þykir vænt um minn heimabæ og elskaði að alast þar upp, þá var þetta samfélagslegt mein sem því miður er enn við lýði. Við verðum að taka höndum saman og uppræta það, í eitt skipti fyrir öll.“

Segir hún þá fallegu samstöðu sem sé að finna í litlu samfélögum landsbyggðarinnar núna þurfa yfirfærast líka á þolendur ofbeldis.

- Auglýsing -

„Við eigum að gera betur og við getum gert betur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -