• Orðrómur

Þorvaldur myrti fyrrverandi eiginkonu sína og setti í baðkarið: „Öllu er lokið“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Það var rétt ríflega klukkan 9 að morgni laugardagsins 7. janúar árið 1967, að kona, búsett að Kvisthaga 25 í Reykjavík, hringdi í lögreglu og kvaðst telja að eitthvað skelfilegt væri í gangi á neðri hæð hússins. Hafði hún bankað upp á til að kanna hvað á gengi og hafði rödd kallað til hennar að kalla til lögreglu sem hún og gerði.

Hræðileg sjón

Tveir lögregluþjónar mættu þegar á staðinn og hittu þar fyrir Þorvald Ara Arason, vel þekktan 38 ára gamlan lögfræðing, sitjandi á útidyratröppum hússins. Þorvaldur var blóðugur, sérstaklega á höndunum, drukkinn en annars afar rólegur. Í gegnum störf sín þekktu lögreglumennirnir vel til Þorvaldar og þegar þeir spurðu hann um hvað á gengi svaraði Þorvaldur hinn rólegasti: „Eiginlega ekkert, öllu er lokið.“

- Auglýsing -

Þorvaldur tók vel í þá beiðni lögreglumannanna að hinkra við á tröppunum á meðan að þeir könnuðu málið nánar. Við augum þeirra blasti hræðileg sjón þegar þeir stigu inn í íbúðina. Íbúðin var þakin blóði blóði, jafnt á gólfi og veggjum, og ljóst að hryllilegir atburðir höfðu átt sér stað.

Mesti blóðferillinn var í tveim forstofum íbúðarinnar. Þegar lögregluþjónarnir litu inn á baðherbergið fundu þeir mjög illa farið lík konu í baðkarinu en konan var með fjölda svöðusára, meðal annars á andliti, brjósti og kvið. Af blóðslóð virtist augljóst að ráðist hefði verið á konuna í forstofu og hún dregin inn baðherbergið og lögð í baðkarið.

Konan reyndist vera Hjördís Ulla Vilhjálmsdóttir, jafnaldra Þorvaldar, fyrrverandi eiginkona hans og móðir fjögurra barna þeirra, sex ára telpu og þriggja drengja á aldrinum átta til tólf ára.

- Auglýsing -

Sótti meira áfengi….og hníf

Þorvaldur og Hjördís höfðu skilið mánuði fyrir morðið en þau höfðu gengið í hjónaband árið 1953 og áttu saman þrjá drengi og eina stúlku. Þeir sem til þekktu vissu að Þorvaldi hafði verið skilnaðinum á móti skapi, hafði mætt stopult til vinnu og drukkið mikið. Aftur á móti kváðu samstarfsmenn hans hafa verið þægilegan, allt að því afskiptalausan, á vinnustað en augljóslega sleginn. Kom verknaðurinn afar flatt upp á þá.

Þennan örlagaríka dag voru synir þeirra Hjördísar og Þorvaldar ekki heima en dóttir þeirra og frænkur Þorvaldar, mæðgur, staddar í íbúðinni með Hjördísi. Um klukkan tíu á föstudagskvöldinu fór Þorvaldur á barinn á Naustinu sem þá var, drakk viskí, spjallaði við fólk og var hinn hressasti að sögn starfsfólks Naustsins. Þegar Naustinu sleppti fór Þorvaldur með hópi fólks í samkvæmi og greiddi Þorvaldur leigubíla fyrir hópinn. Þar var sungið og drukkið og leið svo fram til klukkan fjögur um nóttina sem Þorvaldur segist ætla að fara og sækja meira áfengi.

- Auglýsing -

Hann sótti einnig stóran eldhúshníf sem sumar heimildir segja hafa verið 20 sentímetra langan en aðrar 30 sentímetra að lengd.

Braut sér leið inn

Þorvaldur var í samkvæminu og drakk stíft þar til hann biður um, og fær, far á Kvisthagann rétt fyrir klukkan 8 um morguninn. Hjördís tók alfarið fyrir að hleypa honum inn. Byrjaði þá Þorvaldur að öskra og berja á útidyrnar sem endaði á því að hann braut dyrarúðuna, setti inn höndina, tók úr lás og gekk inn. Hófst þá mikið rifrildi sem endaði með því Þorvaldur dró upp eldhúshnífinn og margveittist að Hjördísi. Reyndi eldri frænkan að ganga á milli en fékk sjálf skurð á hné sem reyndist ekki alvarlegur.

Lagði Þorvaldur ítrekað til Hjördísar sem reyndi að flýja en hné niður af sárum sínum í forstofunni. Bar Þorvaldur þá hana inn í baðherbergið og setti í baðkarið.

Hjördís var úrskurðuð látin á staðnum og Þorvaldur handtekinn. Hann viðurkenndi að hafa komið með hnífinn með sér en neitaði að hafa myrt Hjördísi af yfirlögðu ráði. Kvaðst hann hafa ætlað að láta Hjördísi hafa hnífinn til að bana honum sjálfum.

Fékk uppreist æru

Þorvaldur var úrskurðaður sakhæfur og hófust réttarhöld fyrir luktum dyrum í Sakadómi Reykjavíkur í september. Það þótti afar óvenjulegt en mun hafa verið að beiðni jafnt verjanda og sækjanda sem sögðu það gert vegna viðkvæmrar stöðu vitna. Þann 30. október 1967 var Þorvaldur Ari dæmdur til 16 ára fangelsisvistar, sviptur lögmannsréttindum og dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar. Sá dómur var staðfestur í Hæstarétti 14. október ári síðar og hóf Þorvaldur afplánun í fangelsinu að Litla-Hrauni.

Þorvaldur skrifaði fjölda greina um íslenska réttarkerfi á meðan á fangelsisvist hans stóð og bar því ekki góða söguna. Sagði hann enga áherslu á betrun, litið væri á fanga sem svín og ekki hugað að andlegri heilsu þeirra. Hann stundaði einnig listmunagerð og bókband.

Þorvaldi Ara var sleppt árið 1975, vann verkamannavinnu og nam bókasafnsfræði en fékk aftur full lögmannsréttindi árið 1980

Kristján Eldjárn, fyrrverandi forseti, lét það verða meðal sinna síðustu embættisverka að veita Þorvaldi Ara uppreist æru árið 1980.

Þorvaldur Ari lést árið 1996.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -