Mánudagur 9. september, 2024
5.1 C
Reykjavik

Þriggja ára fangelsi fyrir erfðatilraunir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

He Jiankui, vísindamaðurinn sem gerði breytingar á erfðaefni tveggja stúlkubarna til að tryggja að þær fengju ekki HIV, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir athæfið. He var fundinn sekur um að hafa brotið gegn siðferðilegum og vísindalegum viðmiðum og þarf að greiða 3 milljón yuan í sekt.

Tveir samstarfsmenn hans voru einnig dæmdir til fangelsisvistar og sektar af dómstólnum í Shenzen.

Frétt Guardian um málið.

He beitti CRISPR-erfðatækninni til að gera breytingar á geninu CCR5 á fósturstiginu en faðir stúlknanna hafði greinst með HIV. Þegar He greindi frá tilraun sinni var hann fordæmdur af vísindasamfélaginu en auk þess að þykja siðferðilega óverjandi er mögulegt að tilraunir He muni gera stúlkunum meira illt en gott, þar sem stökkbreyting á umræddu geni gerir einstaklinga viðkvæmari fyrir vesturnílarvírus og ýmsum inflúensusýkingum.

Mynd/epakingum.

Stúlkunar, sem hafa verið kallaðar Lulu og Nana í fjölmiðlum, komu í heiminn 2018 og hafa verið undir lækniseftirliti síðan.

Lestu meira: Nýr „Hefnandi“ erfðafræðinnar

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -