Föstudagur 1. desember, 2023
0.1 C
Reykjavik

Viltu kaupa ristaða beyglu á 3190 krónur? Hörð gagnrýni á Café Milanó

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ein ristuð beygla með skinku, osti, fersku salati og sinnepssósu á Café Milanó kostar 3190 krónur. Þessi verðlagning hefur verið gagnrýnd inn á Facebookhópnum Vertu á verði-eftirlit með verðlagi. „Beyglað verð á beyglu,“ segir Jón. Hann lagði ekki fram kvittun fyrir kaupunum. Margir tóku undir með Jóni og fordæmdu verðlagninguna og lýstu henni sem okri. Fleiri lýstu sömu reynslu og Jón.

 

Mannlíf sendi tölvupóst á Café Milanó og óskaði eftir skýringum  en engin svör bárust. Blaðamaður fór á staðinn og sannreyndi að umrætt verð sem Jón gaf upp er rétt.

Til samanburðar getur þú fengið gufusoðinn þorsk léttsaltaðan og pipraðan með fersku salati, kartöflum og sósu á 3100 krónur á Café Loka. Hjá Kaffitári má fá beyglu með skinku, rauðlauks- og piparrjómaosti á 1070 kr. Hjá Te og kaffi má fá beyglu með tilheyrandi fyrir 1800 krónur.

Ef þú hefur ábendingar varðandi neytendamál er hægt að senda póst á [email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -