2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

Kjúklingabaunapítsa með sætum kartöflum, jalapeni og beikoni

Þessi kjúklingabaunapítsa með sætum kartöflum, jalapeni og beikoni klikkar ekki. Botninn er án hveitis og einstaklega ljúffengur.

 

Kjúklingabaunapítsa með sætum kartöflum, jalapeni og beikoni
7-8 litlar pítsur

5 dl kjúklingabaunamjöl
1 tsk. salt
5-6 dl vatn
2 tsk. oregano
1 hvítlauksgeiri, mjög fínt rifinn
1 egg

Blandið öllu saman, deigið á að vera svipað þykkt og vöffludeig. Hitið olíu á pönnu og steikið botnana líkt og þegar bakaðar eru skonsur, það er ágætt að nota botninn á ausu til þess að dreifa vel úr deiginu á pönnunni.

AUGLÝSING


Best er að hafa botnana eins þunna og þið komist upp með. Það er tilvalið að frysta þessa botna með bökunarpappír á milli, þannig er hægt að grípa til þeirra með litlum fyrirvara.

Ofan á:

1 sæta kartafla, afhýdd og skorin í mjög þunnar sneiðar
1 dl pítsusósa
3-4 dl rifinn ostur
1-2 stk. ferskur jalapeno-pipar, skorinn í þunnar sneiðar, eins má nota úr krukku
7-8 beikonsneiðar, steiktar stökkar og skornar smátt
2-3 vorlaukar, skornir þunnt

Steikið kartöflusneiðarnar eða sjóðið þær í léttsöltu vatni í 2-3 mín. eða þar til þær eru nokkuð mjúkar undir tönn. Setjið pítsusósu á botnana ásamt rifnum osti. Raðið kartöflunum ofan á ásamt jalapeno, beikoni og vorlauk.

Bakið þar til osturinn hefur tekið fallegan lit.

Umsjón og stílisti / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Myndir / Heiða Helgadóttir

Lestu meira

Annað áhugavert efni

Nýjast á Mannlíf.is

Nýjast á Gestgjafanum