Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Hvernig verður jörðin eftir endalok mannkyns? Solastalgia í Listasafni Íslands

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Solastalgia er framlag Listasafns Íslands á Listahátíð í Reykjavík 2020 en Solastalgia er innsetning í gagnauknum veruleika (e.augmented reality) eftir alþjóðlegt teymi listamanna úr ýmsum greinum þar sem samtímalist og einstakri hljóðhönnun er teflt saman til að skapa einstaka upplifun. Innsetningin er eftir Antoine Viviani og Pierre-Alain Giraud.

 

 

 

Gestir úr óþekktri framtíð ganga inn í 250 fermetra innsetningu með Hololens 2 höfuðbúnað og kanna jörðina eftir endalok mannkyns, þar sem dularfullt stafrænt ský, sem knúið er áfram af undarlegri vél, er það eina sem eftir stendur. Meðan gestirnir ganga um plánetuna þar sem mosi, brak, rústir og steingervingar hafa numið land birtast vofur mannfólks allt í kring og tjá hin gleðiríku, djúpstæðu og grimmu augnablik tilverunnar um alla eilífð. Solastalgia endurspeglar spennu á milli frelsunarmáttar tækninnar og vísindalegra útreikninga um válega framtíð. Innsetningin varir í rúman hálftíma og geta 10 manns skoðað hana í einu. Aldurstakmark 13 ára. Innsetningin er í Listasafni Íslands frá 5.júlí 2020 – 10.janúar 2021. Hægt er að kaupa miða á tix.is og nálgast ítarlegri upplýsingar hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -