2019 | Birtingur útgáfufélag ehf | k.t. 620867-0129 | VSK.nr 11788 | Síðumúla 28 | Allur réttur áskilinn. Notkun á efni miðilsins er óheimil án samþykkis.

  Sjálfbær hönnun leiðarstef í fallegri bók

  Arkís arkitektar er ein stærsta arkitektastofan á Íslandi og var stofnuð árið 1997. Stofan hefur tekið að sér fjöldann allan af verkefnum bæði hérlendis og erlendis og á dögunum kom út bók sem ber heitið Natural Elements og fjallar um helstu verk stofunnar líkt og Háskólann í Reykjavík, Apotek Hotel við Austurstræti, Snæfellsstofu og sundlaug í Holmen í Noregi svo eitthvað sé nefnt.

  Sjálfbær hönnun, sérstæð þekking og fjölbreyttar byggingaraðferðir er leiðarstef bókarinnar sem gefin er út af forlaginu Arvinius + Orfeus og telur 224 blaðsíður. Ritstjóri er Tomas Lauri og textana rituðu Tomas Lauri, Livio Dimitriu, Sigríður Magnúsdóttir og Atli Magnus Seelow en einnig er að finna viðtöl við arkitekta Arkís. Bókin er á ensku.

  Lestu meira

  Annað áhugavert efni

  Nýjast á Mannlíf.is

  Nýjast á Gestgjafanum