Miðvikudagur 8. maí, 2024
5.8 C
Reykjavik

Chris segir Pete takast vel á við einelti Kanye: „Farinn að tjá sig aftur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Chris segir frá því hvernig Pete tekst á við storminn í kringum Kanye

Í nýju viðtali segir Chris Redd, sjónvarpsstjarna úr grínþáttunum Saturday Night Live, frá því hvernig Pete Davidson, vini hans og samstarfsfélaga gengur að takast á við áreitni og opinberlega eineltistilburði Kanye West.

Chris kom fram í viðtali í þættinum The Jess Cagle Show, þar sem hann sagði Pete vera „farinn að tjá sig aftur“, innan úr fárviðrinu sem hefur einkennt síðustu misseri. „Mér finnst hann vera að höndla þetta vel,“ sagði Chris um það hvernig Pete væri að takast á við deilurnar.

Aðspurður hvort til greina kæmi að Saturday Night Live tæki málið og Kanye fyrir, sagðist Chris vera opinn fyrir því að beina kastljósinu að „egói“ rapparans. Hann sagði hins vegar að það væri „alvarleg hlið á þessu máli sem ég mun bara ekki gera grín að“.

„Ég ætla mér ekki að gera grín að andlegri heilsu hans. Þú veist, ég er sjálfur að glíma við geðræn vandamál, þannig að ég er mjög meðvitaður um slík mál,“ sagði hann. „Ég geri hins vegar grín að ábyrgðarleysi hans.“

Chris sagðist þó viðurkenna að hann sæti á hinum ýmsu bröndurum um Kanye. „Ég hef rætt við sameiginlega vini okkar í síma, en ég segi aftur að þegar þetta er orðið mjög opinbert og óþægilegt, þá er bara betra að vera ekki að setja vini sína í skrýtna stöðu með því að þrýsta á hlutina og ögra meira en þörf er á.“

- Auglýsing -

„Ég vona að þeir finni út úr þessu fljótlega, því ég hef ekkert með neitt af þessu að gera,“ sagði hann um deilurnar milli mannanna tveggja. „Maður vill alltaf horfa á báðar hliðar – jafnvel þótt ég og Ye séum ekki vinir – þá vil ég honum bara það besta líka.“

Kanye West hefur undanfarið áreitt og hraunað yfir bæði Pete Davidson og Kim Kardashian, fyrrverandi eiginkonu sína, opinberlega – einkum og sér í lagi á samfélagsmiðlum. Þau Pete og Kim hafa verið í sambandi síðan síðastliðið haust.

Instagram er nýbúið að setja Kanye í sólarhringsbann frá miðlinum vegna hatursorðræðu, eineltis og áreitni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -