Föstudagur 2. júní, 2023
9.8 C
Reykjavik

Hinn goðsagnakenndi Gordon Lightfoot er látinn: „Megi arfleifð hans lifa að eilífu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Kanadíska þjóðlagarokkgoðsögnin Gordon Lighfoot er látinn, 84 ára að aldri.

Lightfoot lést á spítala í Toronto í gærnótt af náttúrulegum orsökum, samkvæmt útgefanda hans.

ET segir frá andlátinu.

Hinn látni listamaður var hvað þekktastur fyrir smellinn If You Could Read My Mind og Sundown, Carefree Highway og Rainy Day People, svo eitthvað sé nefnt.

Alls gaf Lightfoot út 20 plötur á ferlinum og samdi hundruði laga.

„Ég sem einfaldlega lög um það hvar ég er og hvaðan ég kem,“ sagði hann eitt sinn.

- Auglýsing -

„Ég tek aðstæður og skrifa ljóð um þær.“

Forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeu, var einn þeirra sem minntist Lighfoot er fréttir bárust af andláti hans, en hann tvítaði:

„Við höfum misst einn okkar bestu söngvaskálda. Gordon Lightfoot fangaði anda þjóðarinnar með tónlist sinni – og með því hjálpaði hann að móta hinn kanadíska hljóðheim. Megi tónlist hans halda áfram að veita komandi kynslóðum innblástur og megi arfleifð hans lifa að eilífu. Til fjölskyldu hans, vina og hinna fjölda aðdáanda um allt land og í heiminum: Ég geymi ykkur í hugsunum mínum á þessum erfiðu tímum.“

- Auglýsing -

Metsölurithöfundurinn Stephen King minntist Lightfoot einnig:

„Gordon Lightfoot er látinn. Hann var frábær lagahöfundur og yndislegu skemmtikraftur,“ skrifaði hann og bætti við texta úr laginu Sundown: „Sundown, you better take care/If I catch you creepin’ ’round my back stairs.“

Fjöldinn allur af listamönnum hefur gert ábreiður af mörgum laga hins goðsagnakennda söngvara, þar á meðal kanónur á borð við Bob Dylan, Elvis sjálfur Presley, Johnny Cash, Neil Young, Barbra Streisand og Eric Clapton.

Lightfoot var innlimaður í Frægðarhöll Kanada árið 1986. Hann hlaut á ferlinum fjórar Grammy-tilnefnningar, en árið 2020 var gerð heimildarmynd um hann sem heitir Gordon Lightfoot: If You Could Read My Mind.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -