Fimmtudagur 30. mars, 2023
5.8 C
Reykjavik

Persónuleikinn mótast af þessum plánetum

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fyrir hvað standa pláneturnar í stjörnuspeki?

Ef einhver spyr þig í hvaða stjörnumerki þú sért, veistu sennilega svarið. Þú veist að öllum líkindum hvort þú sért ljón, sporðdreki eða eitthvað af hinum tíu merkjunum. Þetta merki, sem flestir þekkja, er merkið sem sólin var stödd í þegar þú komst í heiminn, samkvæmt stjörnuspekinni. Þarna byrjar og endar hinsvegar þekking margra á stjörnuspeki. Það vill nefnilega þannig til að fæðing okkar vefar heilt stjörnukort, þar sem hver pláneta er stödd í einu af merkjunum tólf. Samkvæmt stjörnuspeki hefur staðsetning allra þessara pláneta áhrif á persónuleika okkar.

En hvaða þýðingu hefur hver og ein pláneta í stjörnukorti okkar?

Í stjörnuspeki skiptast plánetur í tvo flokka: innri og ytri plánetur. Þær sem teljast til innri pláneta hafa mest með persónuleika okkar og sjálfið að gera. Hér á eftir förum við yfir þýðingu allra innri plánetanna í stjörnukorti okkar.

 

Innri pláneturnar

- Auglýsing -

Sól Merkið sem sólin er í þegar við fæðumst er, eins og áður sagði, það merki sem algengast er að fólk þekki. Sólin er okkar ytra sjálf, meðvitund og egóið. Sólin stendur fyrir grunnpersónuleika okkar og lífsorku. Það má líta á sólina sem yfirmann stjörnukorts okkar. Við erum talin sitja vel í sjálfum okkur þegar við náum jafnvægi í sólarmerki okkar. Sólin er rökræn og ráðandi – hún er frekar hugur en hjarta. Í gegnum sólarmerkið okkar síast allar upplýsingar og áhrif annarra merkja í stjörnukortinu. Orkan frá henni er úthverf (e. extroverted).

Tungl Á meðan orka sólarinnar er úthverf, er orka tunglsins innhverf (e. introverted). Tunglið stendur fyrir innra sjálf okkar, tilfinningar og þrár. Það segir til um hvar og hvernig okkur líður best. Tunglið táknar innsæi okkar og hefur kvenlæga (e. feminine) orku. Það er innra barn okkar og gefur til kynna hvar við erum viðkvæm. Tunglið þráir öryggi, en á meðan sólin er rökræn er tunglið órökrænt. Tunglið er hjartað á móti huga sólarinnar. Sumir virðast stjórnast jafnvel meira af tungli en sól, en það á sérstaklega við ef tunglið er í vatnsmerki (krabba, sporðdreka eða fiskum), eða ef það er í sterkri samstöðu við aðra mikilvæga punkta í stjörnukorti viðkomandi.

Merkúr Eins og Merkúr, sendiboði guðanna, hefur plánetan Merkúr í stjörnuspeki mikið að gera með samskipti. Merkúr táknar það hvernig við tjáum okkur, lærum, störfum og eigum samskipti við aðra. Forvitni er allsráðandi – Merkúr leitast við að vita og skilja, elskar að taka hluti/persónur/málefni í sundur og setja aftur saman. Merkúr er nemandinn, miðlarinn, blaðamaðurinn, rannsóknarlögreglan. Merkúr stjórnar hinu talaða og ritaða orði. Í nútímasamfélagi er algengt að við kynnumst Merkúri fólks í upphafi, í gegnum tölvupóstsamskipti, í vinnu eða við aðrar formlegar aðstæður. Merkúr stjórnar því hvernig við komum hugsunum okkar og hugmyndum í orð – hvernig við nálgumst aðra og skiptumst á hugmyndum.

- Auglýsing -

Venus Það ætti ekki að koma á óvart að Venus í stjörnuspeki hefur mikið með ástina að gera. Hvernig við elskum og hverja við elskum. Orka Venusar er mjúk, kvenlæg og djúp. Venus er líka táknræn pláneta fyrir lífsins lystisemdir, þægindi og það sem veitir okkur ánægju. Venus stjórnar þokka, persónutöfrum og fegurð. Venus hefur skapandi orku og segir til um okkar eigið listfengi. Venus stjórnar því hvernig við nálgumst ástarsambönd. Ef fólk hefur sterkan Venus í stjörnukorti sínu er það yfirleitt friðsælt.

Mars Ef Venus stjórnar ástinni hlýtur það að gefa auga leið að Mars stjórnar… jú, kynlífi. Vissulega ekki bara kynlífi, en Mars hefur þó mikið með kynorku okkar að gera. Samkvæmt stjörnuspekinni segir Mars mikið til um hverjum við löðumst að kynferðislega og hvernig við högum okkur sjálf sem kynverur. Fyrir marga er Venus og Mars órjúfanleg heild þegar kemur að því hvernig kynverur við erum, en aðrir stjórnast meira af annarri hvorri plánetunni í rómantískum samskiptum. Orka Mars telst karllæg í hefðbundinni stjörnuspeki og orkustigið er hátt. Mars stjórnar því líka hvernig við reiðumst og gerum atlögu – orkan er hrá og beintengd frumhvötum. Þegar við stjórnumst af orku Mars erum við staðföst, beinskeytt og ævintýragjörn. Einstaklingur með sterkan Mars í stjörnukorti sínu er yfirleitt nokkuð herskár – forðast í það minnsta ekki átök.

 

Meðal stjörnuspekinga í dag er nokkuð deilt um það hvort plánetan Júpíter tilheyri innri eða ytri plánetum í stjörnukortum. Hér verður sú leið farin að flokka Júpíter með ytri plánetunum, þó Júpíter lendi þarna mitt á milli að mati höfundar.

Meira um það síðar…

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -