Föstudagur 26. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Hjálp í tíma er tvöföld hjálp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þegar stór áföll ríða yfir á manneskja yfirleitt fullt í fangi með að hugsa um sjálfa sig. Finna leið til að komast yfir þennan erfiða hjalla nokkurn veginn heil. Hins vegar hefur oft komið mér á óvart hversu margir vilja hjálpa öðrum þegar þeir hafa sjálfir komist yfir það versta. Til þess að öðlast sátt og einhvers konar skilning á því sem þeir þurftu að ganga í gegnum er nauðsynlegt að finna að það hafi ekki verið til einskis, að reynslan nýtist á einhvern hátt til góðs. Þetta er í raun og veru óskaplega falleg hugsun og sýnir að í eðli sínu er manneskjan hjarðdýr, ber umhyggju fyrir öðrum og leitast við að byggja upp sterkt samfélag.

Hrafn Valdísarson missti móður sína óvænt nítján ára gamall. Það var mikið áfall, sérstaklega í ljósi þess að þau höfðu alltaf verið bara tvö, voru þess vegna líka óvenjulega náin. Að standa einn svo ungur og þurfa að taka skynsamlegar ákvarðanir um líf sitt er ekki auðvelt. Hrafn var svo heppinn að móðir hans var vinmörg. Hann flutti inn til vina hennar og fékk að njóta leiðsagnar annars vinar þegar kom að því að kaupa sér sína fyrstu íbúð og standa á eigin fótum. En hvarvetna í samfélaginu mætti honum líka velvild og samúð. Mamma hans, Valdís Gunnarsdóttir, var vinsæl útvarpskona. Hún var eitt sinn kölluð rómantískasta kona á Íslandi vegna þess að henni var tíðrætt um ástina og góð samskipti manna í milli í þáttum sínum. Hún hvatti alltaf fólk til að sýna hlýju og vera öðrum gott og hefur áreiðanlega oft stuðlað að því að menn létu ekki smávægilegan pirring út í sína nánustu eyðileggja fyrir sér daginn.

Hrafni fannst mjög mikilvægt, eftir lát hennar, að vera sjálfstæður og segir að þegar litið er til baka hafi hann hugsanlega gengið fulllangt í því, stundum. Allir þurfi nefnilega hjálp og ekkert að því að þiggja hana þegar hún býðst. Þess vegna hefur hann sett upp vefsíðu þar sem ungt fólk er leitt í gegnum það ferli að kaupa fasteign í fyrsta sinn. Löngunin til sjálfstæðis er sameiginleg öllu ungu fólki. Það er liður í að verða fullorðin að finna eigin leiðir að markinu og gera sín mistök. Þau geta hins vegar verið dýrkeypt og oft gott að leita til einhvers sem er nær manni í aldri en foreldrarnir. Hrafn skilur einmitt þetta og í kringum það er vefsíðan uppbyggð. Ralph Waldo Emerson sagði að það væri einn af góðum kostum lífsins að sá sem hjálpaði öðrum af heilum hug hjálpaði sjálfum sér og mér dettur ekki í hug að rengja þann mikla speking.

Sjá einnig: „Aðalmálið að njóta lífsins og vera þakklátur fyrir það sem maður hefur“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -