Föstudagur 2. júní, 2023
10.8 C
Reykjavik

Allar fjölskyldur komnar með húsnæði eftir snjóflóðin – Ein flutti aftur heim

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Vel hefur gengið að útvega skaffa húsnæði fyrir þá einstaklinga sem ekki hafa getað snúið til síns heima eftir snjóflóðin í Neskaupsstað í lok mars. Fólkið er allt úr fjölbýlishúsunum við Starmýri en ein fjölskylda er aftur flutt inn.

Austurfrétt hefur eftir Laufeyju Þórðardóttur, sviðsstjóra fjölskyldusviðs Fjarðabyggðar að átta fjölskyldur úr húsunum tveimur hafi leitað aðstoðar hjá sveitarfélaginu, við að finna sér samanstað eftir snjóflóðin.

Segir Laufey að fyrsta skrefið hafi verið að koma þeim í bráðabirgðahúsnæði en svo hafi verið leitað að varanlegum lausnum. Sex fjölskyldur eru nú komin í húsnæði á vegum Fjarðabyggðar. Flestar fjölskyldur eru í húsnæðum á vegum húsnæðisfélagsins Brákar, sem er í eigu sveitarfélaganna í landinu en nýverið lauk byggingum á þess vegum í Neskaupsstað.

Innri Starmýrarblokkin skemmdist minna í snjóflóðinu en þangað hefur ein fjölskylda snúið aftur.

Húseigendur í Neskaupsstað hafa verið duglegir að rétta fram hjálparhönd í kringum hamfarirnar, að sögn Laufeyjar. „Um tíma stóð okkur til boða meira húsnæði en við þurftum á að halda, sem var dásamlegt.“

Fram kemur í frétt Austurfréttar að allar fjölskyldurnar sem leituðu hjálpar til Fjarðabyggðar væru í húsnæði í Neskaupsstað. Segir Laufey það skipta máli því það sé mikilvægt að halda rútínu, sérstaklega fyrir börn, að mæta í skóla, eftir áföll sem þessi. Fjölskyldusvið Fjarðabyggðar hefur verið í miklum samskiptum við þá einstaklinga sem urðu fyrir hvað mestum skakkaföllum og verið þeim til aðstoðar.

- Auglýsing -

Meðal annars fóru sálfræðingar frá Heilbrigðisstofnun Austurlands, sem og fjölskyldusviði, strax eftir páska í skólana í Neskaupsstað til að veita bæði kennurum og nemendum ráðgjöf og stuðning.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -