Fimmtudagur 2. maí, 2024
6.1 C
Reykjavik

Áslaug dagmóðir hefur hjálpað fólki í neyð í sex ár: „Ástandið er alveg hræðilegt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég veit ekki hvernig þetta byrjaði fyrir sex árum en ég sá svo mikið af fátæku fólki í kringum mig sem þurfti á hjálpa að halda. Ég hef aldrei getað sagt nei við nokkurn mann og er alltaf með opinn hug svo við vinkonurnar stofnuðum þessa síðu,“ segir Áslaug Guðný Jónsdóttir, fyrrverandi dagmóðir, sem rekur öflugt hjálparstarf í gegnum Facebook -síðuna Matarhjálp Neyðarkall Jólaaðstoð og Páska.

„Í dag þekkja mig flestir og treysta. Sumir sem þurfa hjálp eru tilbúnir að koma fram undir nafni en aðrir eru hræddir við það. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því en það er oft vegna barnaverndarnefndar, þegar fólk stendur til dæmis í forræðisdeilum má lítið bera út af“.

Ein heit máltið

Áslaug er óþreytandi við að leita eftir hjálp fyrir þá sem minna mega sín. Hún segist treysta á góðan hóp sem reglulega leggur til auk þess sem fyrirtæki hafa hlaupið undir bagga. „Þetta eru mikið konur á mínum aldrei, jú og karlmenn, en það eru fjögur þúsund manns í hópnum, sumir af forvitni en aðrir leggja til smotterí. Hver króna skiptir máli því þetta safnast saman og gerir unnt að versla inn og gefa barni að minnsta kosti eina heita máltið. Miðað við aðstæður hefur þetta gengið vel í gegnum árin”.

Áslaug segir ástandið óhemju erfitt núna. „Það er hræðilegt núna, hreint og beint hræðilegt. Það hefur allt hækkað og ein ferð í matvöruverslun losar um tíu þúsund fyrir fjölskyldu. Fólk reynir sitt besta, nýtir barnabæturinar í að greiða niður skuldir en þegar þær eru búnar sveltur það því allt hækkar stjórnlaust nema örorkubætunar og ellilífeyririnn. Og gamla fólkið kvartar aldrei nema maður tali við það og gangi á það um hvernig aðstæðurnar í raun eru. Maður verður svo sárreiður þegar maður veit að því að fólk getur ekki lifað mannsæmandi lífi“.

Ekki matarbita að finna

- Auglýsing -

Hún rifjar í kjölfarið upp söguna af því þegar 87 ára gamall maður hringdi í hana. Hann var tregur til að biðja um hjálp en spurði hvort unnt væri að aðstoða sig með brauð og mjólkurdreytil.

Ætli ég endi bara ekki framboði

„Ég vissi að ég þyrfti að heimsækja hann og þarf var allt tómt. Það var ekki matarbita að finna í íbúðinni. Ekkert. Ekki einu sinni klósettpappír. Ég fór með hann út í búð og við fylltum skápana hjá honum. Hann grét, sagðist ekki hafa átt jafn mikinn mat í mörg ár. Þetta kerfi okkar er ömurlegt og það þarf að stokka það upp frá a til ö. Það þarf fólk við stjórnvölinn sem maður getur valið og treyst, fólk sem hefur sjálft upplifað fátækt. Þangað til held ég að ekkert breytist. Ætli ég endi bara ekki framboði,“ segir Áslaug og hlær.

Áslaug hittir mikið af börnum sem búa við skort.

- Auglýsing -

„Börnin eiga aldrei að þurfa að finna fyrir peningaleysi foreldranna en auðvitað gera þau það. Við höfum hent í heilu fermingarveislurnar fyrir þá sem hafa þurft á því að halda, gefið jólamat og jólagjafir og páskamat og páskaegg”.

Áslaug deildi út 78 páskaeggjum þetta árið og eru þá ótalinn allur maturinn.

„Það er svo yndislegt að það voru að koma til mín börn sem höfðu kannski fengið nokkur páskaegg og vildu gefa fátækum börnum aukaeggin sín. Börn eru með svo hreina og fallega sál“.

Flugfreyjurnar ómetanlegar

Áslaug hefur fundið fyrir miklum velvilja meðal nokkurra fyrirtækja.

„Tískufataverslun Möst.C keypti mikið magn bakpoka og pennaveskja í innkaupaferð úti sem ég síðan dreifði, Toy’s R Us var óendanlega duglegt við að færa okkur jólapakka og gleraugnaverslunin Sjónlag bauð sjónskertum einstaklingum frí gleraugu. Við gátum meðal annars hjálpað móður með þrjár sjónskertar dætur og allt í allt voru þetta 30-40 einstaklingur sem þarna fengu gleraugu. Svo eru flugfreyjunar alveg ómetanlegar, koma alltaf færandi hendi. Þetta er alveg einstakt fólk sem þarna er að hjálpa”.

Það þyngist hljóðið í Áslaugu þegar talið berst að lyfjakostnaði.

„Það er alveg á hreinu að það er mannfall á Íslandi vegna þess að fólk getur ekki leyst út lyfin sín. Við höfum yfirleitt bent á kirkjuna með slík úrræði en þeir greiða ekki lyf sem eru þríhyrningsmerkt sem þýðir að fólk, og ekki síst börn, sem þarf á tauga- eða geðlyfjum að halda getur ekki fengið þau. Ég hef margoft bent á það þurfi að koma til úrræði en ekkert hefur dugað“.

Hún bendir á að sum úrræði séu ekki alltaf til staðar.

„Mæðrastyrksnefn og Fjölskylduhjálpin eru lokuð yfir sumartímann og ég veit ekki hvernig það er í ár en í fyrra lokaði Fjölskylduhjálpin þá mánuði sem barnabæturnar voru greiddar út. Og enginn lifir á þeim“.

Áslaug fær hjálparbeiðnir alla daga og sumar nætur. Hún reynir að koma sem flestum til hjálpar þótt að aldrei sé hægt að hjálpa öllum. Hún afhendir aldrei fé en millifærir inn á Bónuskort, verslar inn mat sem hún færir fólki eða er sóttur til hennar og keyrir fólk sem til dæmis hefur ekki tök á að komast til læknis.

Fljót að sjá út skemmd epli

„Það er biðröð af fólki sem vantar hjálp! Yfirleitt tek ég þetta í röð, allir eiga rétt á að borða, en maður forgangsraðar auðvitað til dæmis barnafjölskyldum. Svo þurfa sumir bara að tala. Fólki líður einfaldega illa, þetta eru kvíðnir eða einstæðingar með lítið bakland. Það má alltaf tala við mig ef fólk þarf að tjá sig“.

Áslaug segir að vissulega séu skemmd epli innan um og til hennar leiti fólk sem ekki þurfi á því að halda. „En við erum fljótar að sjá það út, ég er komin með ágætt sjónarsvið og veit vel hvenær fólk er að reyna slíkt.”

Áslaug segist ekki sjá eftir þeim tíma og peningum sem hún hefur sett í starfið. „Þetta er auðvitað erfitt en einnig afar gefandi. Ég vona bara að ég vinni einhvers staðar milljónir til að hjálpa fleiru, því ég fer að sofa með það í huga hvað sé hægt að gera daginn eftir. Ég vona bara að guð heyri til okkar“.

Þeir sem vilja aðstoða Áslaugu við að hjálpa fátækum er bent á Facebook síðu Matarhjálpar. 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -