Fimmtudagur 28. mars, 2024
-2.2 C
Reykjavik

„Hef ekki fengið neitt menningaráfall síðan ég kom“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við erum viðurkenndir opinberlega sem minnihlutahópur,” segir Sabone Westerholm sem hafði aldrei komið til Íslands þegar hún sótti um starf í litlu menningarhúsi í Vatnsmýrinni en veturinn óttaðist hún ekki. Sabina er sænskumælandi Finni og þekkir þess vegna vel stöðu lítilla málsamfélaga eins og hér er.

„Ég hef alltaf haft áhuga á að auka norræna samvinnu og það má segja að ég hafi fallið fyrir Íslandi án þess að hafa stigið þar niður fæti. Árið 2016 skipulögðum við hjá Pro Artibus sýninguna Við vatnið: Íslenskir listamenn við strendur Finnlands og buðum 14 íslenskum samtímalistamönnum til að vinna með þemað vatn. Ég varð mjög hrifin af verkum þeirra og í kjölfarið fékk ég mikinn áhuga á íslenskri samtímalist.“

Þetta átti eftir að verða örlagavaldur í lífi Sabinu. „Tveimur árum seinna sé ég auglýsta stöðu forstjóra Norræna hússins í Reykjavik, sótti um og fékk stöðuna,“ segir hún og brosir.  „Við í fjölskyldunni vorum á þessum tíma tilbúin að upplifa eitthvað nýtt og Ísland virtist spennandi kostur. “

Sænskumælandi Finnar í miklum minnihluta

Finnar sem hafa sænsku að móðurmáli eru um 300.000 eða 5% finnsku þjóðarinnar og eru því aðeins færri en Íslendingar. „Við erum viðurkenndir opinberlega sem minnihlutahópur sem þýðir að við eigum rétt á allri þjónustu á okkar eigin tungumáli. Þetta á við leikskóla, skóla, læknisþjónustu og svo framvegis. Sænskumælandi Finnar eru dreifðir um suður- og vesturströndina og til eru nokkrar borgir og bæir þar sem sænskumælandi íbúar eru í meirihluta. Að tilheyra minnihlutahópi er stór hluti af sjálfsmyndinni. Vitaskuld er Finnland mitt land og ég er finnsk en mér finnst ég einnig vera tengd Svíþjóð. Ég held að af þessu leiði að mér finnist ég eiga vel heima í hinu norræna samfélagi. Ég get auðveldlega skilgreint sjálfa mig sem norræna.”

Eigum við Íslendingar eitthvað sameiginlegt með Finnum?

- Auglýsing -

,,Mér þykir auðvelt að umgangast Íslendinga og hef ekki fengið neitt menningaráfall síðan ég kom,“ segir hún og brosir. Ég held að það geti verið vegna þess að á sviði hins norræna eru þessar þjóðir á jaðrinum, bæði landfræðilega séð þar sem þau eru utan miðju Skandinavíu en einnig vegna þess að tungumálin eru ólík þeim skandínavísku. Ég held að það sé þess vegna sem Íslendingar og Finnar njóti félagsskapar hvers annars.

Þú meinar að við höfum svipuð gildi?  ,,Já, og það á við um öll Norðurlöndin. Ég held að gildi Norðurlandabúa séu mjög svipuð, það kann að vera mismunur í vinnumenningu, langtímaáætlunum og leiðtogafræðum og svo framvegis, en ef við berum okkur saman við önnur lönd þá er meira líkt með okkur en ólíkt,“ segir Sabina Westerholm meðal annars í viðtali í nýjustu Vikunni

Margt fleira spennandi í nýjustu Vikunni.

- Auglýsing -

Tryggðu þér áskrift að Vikunni í vefverslun >

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -