Mánudagur 9. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

Konur engir englar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Konur fremja glæpi rétt eins og karlar en þó almennt færri og brotin eru síður alvarleg en hjá körlum. Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, í viðtali við Vikuna. Hann bætir því við að ef konur hegðuðu sér eins og karlar þá myndi ríkja hálfgert villta vesturs ástand í samfélaginu og að sama skapi væri töluvert rólegra um að lítast ef karlar hegðuðu sér almennt eins og konur.

„Hér á landi eru konur að jafnaði innan við tíu í fangelsi hverju sinni en karlarnir eru vel á annað hundrað. Hlutfallið er ekki ósvipað í öðrum löndum,“ segir Helgi og heldur áfram. „Vandi ungra karla á jaðrinum er því sérstakt umhugsunarefni fyrir okkur öll. Hegðunarvandkvæði drengja eru mun útbreiddara í skólakerfinu, brottfallið hærra og vímuefnavandi karla dýpri. Þurfum við því ekki átak og nýja áætlun í skólakerfinu til að mæta þörfum margra drengja? Í Háskóla Íslands þar sem ég starfa er til að mynda stór meirihluti nemenda konur – hvar eru drengirnir?“

En hvers konar glæpi fremja konur? Eru glæpir kvenna annars konar en karla? Hvað er það helst sem greinir kynin að? „Glæpir kvenna tengjast yfirleitt minni háttar auðgunarbrotum eins og hnupli, þjófnaði, skjalafalsi eða brotum eins og kynlífsþjónustu eða neyslu fíkniefna. Alvarlegir ofbeldisglæpir, meiri háttar auðgunarbrot og viðskipta- og pólitískir glæpir, eru aftur á móti framdir í mun ríkari mæli af körlum. Þrátt fyrir að meirihluti kynferðisbrota sé með karlkyns geranda og kvenkyns þolanda megum við samt ekki gleyma því að öll kynjaflóran (hann, hún, hán) getur verið bæði þolandi og gerandi í kynferðisbrotamálum. Og það sama á við um ofbeldi nákominna.“

Ýtarlegt viðtal er að finna við Helga í nýjustu Vikunni. Tryggðu þér eintak eða áskrift.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Elsta tímarit landsins um daglegt líf, tísku, menningu, mat og lífsstíl.

Tryggðu þér árs áskrift og fáðu vikuleg tölublöð á 832 kr. stykkið eða kauptu stakt blað á 1.795 kr.

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -