Föstudagur 26. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Sýnum vinsemd og mildi í eigin garð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eftir Ingrid Kuhlman

Við höfum oft tilhneigingu til að bera okkur saman við aðra, hvort sem það er í tengslum við frammistöðu í starfi, uppeldisaðferðir eða útlit. Slíkur samanburður er yfirleitt óraunhæfur og eykur sjaldnast vellíðan okkar.

Birtingarmyndir neikvæðs félagslegs samanburðar geta verið eftirfarandi:

Við réttlætum hegðun okkar eða kennum öðrum um

Stundum reynum við að réttlæta eigin erfiðleika við að ná árangri með því að segja setningar við okkur sjálf eins og: „Þetta er hvort eð er ekki rétti tíminn.“ Eða við kennum öðrum um það að vera ekki þar sem við vildum vera: „Yfirmaður minn hefur enga trú á mér“. Þessi viðbrögð geta orðið til þess að við finnum fyrir öfund, óréttlæti eða reiði, með þeim afleiðingum að við verðum neikvæð og kaldhæðin eða reynum að framkalla samúð annarra. Síðan hellist yfir okkur eftirsjá fyrir að hafa ekki tekið af skarið.

Við gerum lítið úr eigið ágæti

- Auglýsing -

Þegar við berum okkur saman við aðra getur okkur fundist við óverðug og jafnvel óhæf. Innri gagnrýnandinn talar niður til okkar: „Það er nú ekki eins og þú sért jafn hæfileikaríkur og hinir.“ Síðan reynir hann að sannfæra okkur um bresti okkar: „Þú féllst jú á lokaprófinu.“ Oft reynum við að deyfa þessar óþægilegu tilfinningar með mat, búðarrápi, áfengisneyslu, hámhorfi eða því að vera mikið á samfélagsmiðlum. Á meðan bíðum við eftir að einhver kasti til okkar björgunarlínu, til dæmis í formi hróss.

Við reynum að sanna að við séum verðug eða gerum lítið úr öðrum

Félagslegur samanburður getur leitt til þess að við felum gallana okkar og reynum að sanna að við eigum skilið viðurkenningu. Við leggjum okkur fram um að skara fram úr öðrum, sem getur leitt til þess að við brennum út, eða upplifum vanlíðan vegna þess að verkefnin fá hjartað ekki til að slá hraðar. Stundum hælum við okkur fyrir að hafa staðið okkur afburða vel, jafnvel þótt að við höfum ekki náð sérstökum árangri, eða gerum lítið úr öðrum með hroka og svívirðingum. Okkur líður hugsanlega vel í kjölfarið, en því miður er þessi vellíðan yfirleitt aðeins tímabundin.

- Auglýsing -

Sýnum mildi og skilning

Það er mikilvægt að sýna sjálfum sér vinsemd, mildi og skilning. Góðvild í eigin garð getur verið eldsneytið sem knýr aðgerðir okkar áfram og fær okkur til að upplifa raunverulega vellíðan.

Greinarhöfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar, FKA-kona, og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -