Þriðjudagur 30. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Þorsteinn vorkennir Þorsteini Má: „Man ég aldrei eftir því að Mái vildi svindla“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorsteinn Vilhelmsson stalst ungur niður á bryggju á Akureyri og horfði á bátana og skipin. Sjómennskan heillaði og 16 ára gamall fór hann á sjóinn fyrir alvöru. Hann var stýrimaður og skipstjóri um árabil, er einn af stofnendum Samherja en seldi svo sinn hlut í félaginu mörgum árum síðar eftir að upp úr sauð. Einir mestu erfiðleikar sem Þorsteinn hefur upplifað tengjast fjárfestingarfyrirtækinu Atorku sem hann átti stóran hlut í, en það fór illa eftir hrunið. „Ég hef kannski verið stoltari af því, af því að það var ekki allt lánsfé eins og hjá sumum. Og ég tapaði því öllu.“ Þorsteinn er í helgarviðtali Mannlífs og hér birtist brot úr því:

Samherji er risafyrirtæki í dag. „Alveg frábært fyrirtæki.“ Erfiðleikar þess eru þó ýmsir svo sem mútumálið í Namibíu. Þorsteinn vorkennir sínum gömlu félögum.

„Mér þykir það hryggilegt og ég finn til með þeim að vera í þessum slag. Finn virkilega til með þeim. Við Mái fæddumst báðir 1952 og urðum félagar strax þegar við byrjuðum að skríða; mömmur okkar segja okkur það. Við urðum miklir vinir og störfuðum saman hjá Samherja í 17 ár, ég á sjónum og hann í landi. Og Kristján. Allan tímann sem við unnum saman ásamt Kristján, bróður mínum, í Samherja þá man ég aldrei eftir því að Mái vildi svindla. Hann er harður og allt það, en það er kannski allt í lagi. En Mái vildi ekki svindla.“

Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að Þorsteinn Vilhelmsson stalst niður að Akureyrarhöfn og dreymdi um bátana og skipin sem lögðu frá landi. Það hefur stundum gefið á bátinn, en hann hefur náð til hafnar í lífsins ólgusjó.

Hér má horfa á viðtalið: Þorsteinn Vilhelmsson í Mannlífinu: Svik, háski, lyginn bankastjóri og saga aflaskipstjóra Samherja

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -