Þriðjudagur 30. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Dóttir Erlu var aðeins 11 vikna: „Ég hafði aldrei brotið af mér áður og var komin með nýfætt barn“ 

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í nýju helgarblaði Mannlífs segir Erla frá því hvernig hún lærði á póstávísanir til þess að taka út peninga. Hún vann á þessum tíma hjá Ritsímanum og hún nýtti sér vitneskju sína og kunnáttu og tók þannig ólöglega út peninga. Síðar var hún sett í gæsluvarðhald út af því máli. Hún segist hafa orðið skelfingu lostin og sagt eins og var og svo var hún sett aftur inn í klefann og látin vera þar í nokkra daga.

Dómur féll.

„Ef það hefðu bara verið póstsvikin þá hefði ég fengið skilorðsbundinn dóm af því að ég hafði aldrei brotið af mér áður og var komin með nýfætt barn. Þannig að ég veit ekki hvaða dóm ég fékk fyrir það því ég fékk þrjú ár fyrir meinsæri.“

„Getur verið“ og „manstu hvort“

Þarna er komið að Guðmundar- og Geirfinnsmálinu. Hver er fysta snertingin þar?

„Þegar þeir voru loksins búnir að taka mig til yfirheyrslu þá var ég tilbúin til að segja þeim allt. og ég bara fór beint í það. Og það var einhverra klukkutíma yfirheyrsla og síðan var allt vélritað og svo mátti ég fara. Þá sagði Sigurbjörn Víðir: „Það er kannski ein spurning í viðbót.“ Ég var látin setjast niður aftur og var ofsalega róleg,“ segir Erla sem segir að Sigurbjörn Víðir hafi spurt hvort hún þekkti Guðmund Einarsson. „Ég gat nefnt Guðmund Einarsson sem ég þekkti en það var ekki hann. Og svo byruðu þeir að spyrja mig.“

Þeir sögðu að þetta væri eitthvað sem þeir þekktu í sínu starfi og að þeir gætu hjálpað mér að rifja þetta upp.

- Auglýsing -

Hún segir að yfirheyrslan hafi tekið nokkra klukkutíma. „Þeir sögðu mér að þegar fólk yrði vitni að einhverju hræðilegu og fengi áfall þá græfi það minninguna og gæti ekki munað. Þeir sögðu að þetta væri eitthvað sem þeir þekktu í sínu starfi og að þeir gætu hjálpað mér að rifja þetta upp. Þá voru þeir búnir að spyrja mig allt út í tímabilið þegar Guðmundur hvarf og hvað ég hafði verið að gera þá og alveg niður í liggur við klósettferðirnar.“

Dóttir Erlu og Sævars var 11 vikna á þessum tíma og hafði Erla miklar áhyggjur. „Ég vissi ekki hvar hún var og þeir gátu ekki sagt mér hvar hún væri. Hún var það eina sem skipti máli í lífinu.“ Viðtalið við Erlu má lesa í heild sinni í nýju helgarblaði Mannlífs

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -