Fimmtudagur 9. maí, 2024
6.8 C
Reykjavik

Reykjanesskaginn rís og skelfur og íbúar varaðir við: Almannavarnir boða til fundar í morgunsárið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hætta er á því að enn eitt eldgosið sé að hefjast á Reykjanesi. Jörð skelfur á svæðinu við Fagradalsfjall og land hefur risið á Reykjanesskaga. Þetta þýðir að hætta á eldgosi er yfirvofandi. Á annað þúsund jarðskjálfta hafa mælst síðan jarðskjálftahrinan hófst í gær. Sá stærsti, 3,7 á Richter varð seint í gærkvöld. Alls hafa átta skjálftar mælst yfir 3. að stærð.

Almannavarnir hafa boðað til fundar með vísindamönnum eftir tvær klukkustundir, klukkan 9. Þar verður staðan metin og ákveðið hvort ástæða sé til að lýsa yfir hættuástandi á umræddu svæði.

„Aðgát skal höfð við brattar hlíðar“

Á vef Veðurstofunnar eru íbúar á Reykjanesi beðnir um að hafa vara á vegna skjálftanna. „Aðgát skal höfð við brattar hlíðar þar sem grjóthrun getur orðið í kjölfar öflugra skjálfta. Íbúar í grend við svæðið eru hvattir til að huga að lausa- og innanstokksmunum,“ segir þar.

Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði við vefmiðilinn Vísi að vel fylgst væri fylgst með gangi mála. Enginn gosórói hefur mælst en það gerðist heldur ekki í aðdraganda gosanna tveggja við Fagradalsfjall. Fólk taki ástandinu alvarlega og sé nú að vakta hvort skjálftarnir færist nær yfirborðinu. Virkni nú megi rekja til kvikuinnskots á um fimm kílómetra dýpi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -