• Orðrómur

Albert ráðalaus eftir að vera rændur um rúmar 100 þúsund krónur í Costco: „Er þetta boðlegt?“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Albert nokkur segir farir sínar ekki slétta eftir að hafa verslað í Costco-versluninni á laugardaginn var. Þar verslaði hann fyrir 35 þúsund krónur en var rukkaður fjórfalt á kortið sitt. Þegar hann komst að þessu hefur hann staðið í stappi undanfarna daga að fá þetta leiðrétt og greiddar til baka þær rúmu 100 þúsund krónur sem hann á.

Albert segir frá reynslu sinni inni í fjölmennum hópi aðdáenda Costco-búðarinnar á Facebook. Þar segir hann:

„Ekki ánægður með Costco núna. Verslaði fyrir rúmlega 35 þús á Laugardaginn var, það var vesen á posum hjá þeim sem endaði með að þeir tokú upphæðina 4 sinnum út af kortinu. Kom aftur til þeirra síðar á Laugardeginum eftir að ég tók eftir þessu. Þeir sögðust ekkert geta gert þetta væri bilun hjá Borgun ég yrði að snúa mér að þeim eftir helgi,“ segir Albert og heldur áfram:

- Auglýsing -

„Jæja Mánudagur í dag hringdi í Borgun tók óhemmju tíma að fá samband. ( þú ert nr.. í röðinnu o.s.fr) þeir sögðu þetta algerlega hjá Costco. Fór aftur í Costco, þeir neita að bakfæra, ég á að byrja bíða í 3 vinnudaga og sjá hvort það komi til baka, annars má ég koma aftur og þá verði mér borgað. Ég bý ekki á höfuðborgasvæðinu. Mig munar um þessar rúmar 106.000 kr Er þetta boðlegt?“

Sigrúnu er brugðið að heyra þessa frásögn. „Ja hérna hér. Þetta er nú ekki boðlegt. Ég yrði brjáluð,“ segir Sigrún.

Eyjólfur kannast alltof vel við vandamálið. „Þetta gerðist hjá konunni minni líka tekið fjórum sinnum 27.000 af kortinu hennar !!!,“ segir Eyjólfur.

- Auglýsing -

Og það gerir Helga líka. „Ég lenti í þessu í Bónus fyrir nokkrum vikum, kom alltaf að það væri ekki heimild á kortinu sem var ekki rétt og færslan fór í gegn fjórum sinnum,“ segir Helga.

Lára er hneyksluð. „Ömurlegt þegar þessi fyrirtæki taka sér bessaleyfi óumbeðin til að fá lánaða peninga hjá fólki. Eða er þetta þjófnaður?,“ spyr Lára.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Vopnaður unglingur handtekinn

Handtaka þurfti unglingspilt síðastliðna nótt í Breiðholti. Pilturinn er grunaður um ógnandi tilburði með eggvopni og hótanir.Foreldrar...

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -