Mánudagur 16. september, 2024
9.8 C
Reykjavik

Boeing 737 Max í loftið í janúar?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Evrópsk flugmálayfirvöld (EASA) gera ráð fyrir að hleypa Boeing 737 Max-vélunum sem hafa verið kyrrsettar í loftið í janúar í fyrsta lagi, í kjölfar prófana sem munu eiga sér stað um miðjan desembermánuð. Frá þessu greinir fréttaveitan Reuters.

 

Talsmenn EASA hafa ekki viljað tjá sig um það hvenær bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gefa græna ljósið en segja það verða á svipuðum tíma. Gert er ráð fyrir að FAA muni ríða á vaðið og flugmálayfirvöld annars staðar í heiminum fylgja innan fárra vikna.

Prófanirnar í desember munu m.a. leiða í ljós hvort Boeing hafi gert nægilegar breytingar á MCAS-stýribúnaðinum til að öðlast traust á ný. Þá verður einnig horft til þess að flugmenn hafi nægjanlegt svigrúm til að sinna þeim störfum sem þeir þurfa að sinna og nauðsynlega þjálfun.

Forsvarsmenn Icelandair hafa gefið það út að gera ekki ráð fyrir að taka 737 Max vélar sínar aftur í notkun fyrr en í upphafi árs 2020. Samkvæmt upphaflegum áætlunum fyrirtækisins var gert ráð fyrir 9 slíkum vélum í notkun á þessu ári.

Sjá einnig: Í mál vegna Boing 737 Max flugvéla

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -